Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 65
Níundi áratugurinn þetta hafi eitthvað breyst með ríkisstjórnarskiptum I Sovétríkjunum, nema í þeim skilningi að Pólverjar gátu nú ekki lengur treyst á vestræna bandamenn. Af þessu verður ein rökleg ályktun dregin: stofni uppreisnargjarnir íbúar stjórn kommúnistaflokksins eða veru Póllands í Varsjárbandalaginu í voða mun sov- éska ríkisstjórnin neyta allra bragða til að sporna á móti. Það gæti þýtt eyðileggingu helstu borga Póllands, nauðungarflutninga og fjöldaaftökur, her- og lögreglustjórn og herlög. A sama hátt mundi ekkert svæði Austur-Evrópu fara varhluta af þessari nýstalínísku bylgju. Það dugir ekkert minna en pólsk borgarastyrjöld til að vekja aftur upp anda Jesofs og Beria. Á hinn bóginn er sovéska ríkisvaldið (apparatus) mjög hikandi við að taka svo örlagarík skref eða flýta fyrir þeirri þróun. Ríkisvaldinu er meinilla við afturhvarf til stalínismans og þær hættur sem slíkt felur í sér fyrir það sjálft. Sovéskum forystumönnum er líka ljóst að „pólskt stríð" gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar heima fyrir. Um leið velkjast þeir ekki í vafa um að sá „andi frá Miinchen“ sem er svo útbreiddur í vestrænum stjórnmálum nú um stundir, hyrfi um leið og þeir gerðu það sem ekki verður aftur tekið. Þó að þeir hafi gaman af orðaskaki um hættuna á nýju köldu stríði mundu þeir ekki fagna raunverulegri endurkomu þess. Eina vonin er að þótt báðir deiluaðilar standi fast á að minnsta kosti drjúgum hluta sinna krafna geri þeir sér líka báðir grein fyrir alvarlegum ef ekki lífshættulegum afleiðingum fífldirfsku. Þá væri kostur á endurreisn pólitísks plúralisma að einhverju leyti, svo sem frjálsum verkalýðs- félögum, trúfrelsi, meira rými fyrir takmarkað efnahagslegt einkafrumkvæði, töluverðum aðskilnaði dómsvalds og pólitískra yfirvalda (a. m. k. í málum sem ekki vörðuðu stjórnmál), auknu lögbundnu umburðarlyndi gagnvart einstakl- ingnum á sviði einkamálaréttar, stigvaxandi frelsi vinnandi fólks undan vinnu- þvingunum og tilheyrandi takmörkunum á rétti einstaklinga sem launavinnu- manna og tryggu ferðafrelsi. Jákvæðar breytingar í þessa veru þyrftu ekki nauðsynlega að takmarkast við pólsku landamærin. Pólland með verkalýsstétt sinni og menntuðu andófsfólki gæti orðið fyrsti raunverulegi frelsari Austur- Evrópu. En sömu aðilar gætu líka flýtt fyrir sameiginlegu skipbroti. Þrípcettur vandi austur-evrópskrar sögu Að lokum er rétt að ræða stuttlega þrjú vandamál austur-evrópskrar sögu, sem öll eru líkleg til að færast í aukana á níunda áratugnum. Fyrsta vandann má draga saman i spurninguna: Er „finnlandísering" Austur-Evrópu möguleg? Þar sem vestur-evrópskar þjóðir líta á „finnlandiseringu“ sem alvarlega hættu, lita 311
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.