Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 68
Tímarit Máls og menningar á mjög hógværum umbótagrundvelli, einkum vegna „ósamræmds" eðlis aust- ur-evrópskrar sögu, sem birtist ljóslega í þeirri staðreynd að stjórn Gomúlka, sem ein gat hugsanlega tafið móðursýkislega aukningu hins sovéska og aust- ur-þýska þrýstings, fór mjög aftur á þessum tíma. Þegar Dubcek kom fram var Gomúlka í þann mund að yfirgefa sviðið sem umbótamaður. Stjórn hans hafði verið að veikjast árum saman, og afleiðingarnar, í mynd Varsjár-göngunnar í mars 1968, sögðu til sín einmitt þegar Dubcek var að eflast. í stað þess að leita sér að umbótasinnuðum bandamanni varð Gomúlka hræddur við draug „al- þjóðlegrar gagnbyltingar" og gekk í lið með rannsóknarréttinum. Þar hafði hinn síðasti og jafnan ofurvarfærni verndari Dubceks, Kadar, fengið merki og hann dró sig til baka. Er þessi flótti brast í lið Dubceks voru örlög hans innsigluð. Þó að slík samvinna sé nauðsynleg er óljóst hvort hún er möguleg. Á þessu stigi málsins eru allar hugmyndir um mið-evrópskt ríkjasamband haldlitlir og hættulegir draumar. Jafnvel þó að slíkt samband sé hugsanlegt eru þrjár meiri háttar hindranir í vegi fyrir því. Fyrst er það hvað sovéskir leiðtogar hafa alltaf verið sjúklega viðkvæmir fyrir sambandshugmyndum hvers konar. Dæmi um það var hin opinbera sovéska árás, sem þá átti sér enga hliðstæðu, á sameiginlega yfirlýsingu Títós og Dimitrofs um hugsanlegt balkneskt ríkjasamband 1947, á tímabili þegar Stalín gerði allt sem í hans valdi stóð til að láta líta svo út sem kommúnistar væru ein „órofa fylking“. I öðru lagi eiga þessar þjóðir sér svo ólíka sögu, sumar án þess að hafa nokkurn tíma búið í sjálfstæðu ríki, að þær setja þjóðarleiðtoga sína í gífurlegan vanda sé þeim þjappað saman í eitt ríkjasamband eins og raunin varð i Júgóslavíu. I þriðja lagi hefði hvers konar rikjasamband, jafnvel við albestu skilyrði, í för með sér að skriffinnskan marg- faldaðist, og ekkert er verra en yfir-þjóðlegt skrifræði sem ekki er ábyrgt gagnvart neinum. Þó að ástæða sé til að hafna hugmyndinni um ríkjasamband, er ekki siður ástæða til að forkasta hinni vaxandi þjóðrembu, sem er jafnvel enn hættulegri. Þessi þjóðernishyggja þjónar einfaldlega því markmiði Sovétríkj- anna að deila og drottna; gott dæmi um það er sá kerfisbundni áróður gegn Ceaucescu sem tíðkast meðal menntamanna í Ungverjalandi með þegjandi samþykki stjórnvalda: þetta er pólitísk neðanjarðarmenning þar sem þeirri röksemd eykst fylgi „að jafnvel sovésk innrás sé betri en menningarmorð Ceaucescu". Það er enginn vafi á að rúmenska stjórnin er sek um glæpi í pólitískri og menningarlegri kúgun sinni á ungverska þjóðarminnihlutanum. Þar sem austur-evrópskar ríkisstjórnir umbera ekki svo beinharðar staðreyndir, og vestrænir fjölmiðlar hafa ekki áhuga á að afhjúpa þær, er það skylda 314
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.