Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 82
Tímarit Máls og menningar
listamanna. Viðhorf fólks til rithöfunda og skálda er annað en viðhorf þess til
listmálara eða tónlistarmanna. Sama er að segja um viðhorf þjóða. Ef sektar-
kennd þjóðar er vakin og hún verður sér þess meðvituð um stund að hún hefur
sofið í fásinni og spillingu, þá grípur þjóðin ævinlega til þess ráðs sér til varnar,
að hún velur sökudólg meðal listamanna og kastar á hann öllum sínum syndum.
Þannig er listamaðurinn gerður að hreinsunar- og fórnardýri þjóðarinnar. Lista-
maðurinn líkist þá sápunni. Meðan á hreinsunarathöfn stendur er listamaður-
inn svívirtur og honum er útskúfað í máli manna, venjulega eitt ákveðið verk
hans, uns þjóðin hefur eða finnst hún hafi hreinsast af sora.
Þannig eru listir og listamenn bráðnauðsynlegir þjóðum. Og þó ekki væru
þeir til annars nýtir réttlætir þetta eitt tilveru lista og listamanna með þjóðum.
An lista yrðu þjóðirnar andlega sjúkar og sakbitnar.
Vert er að gefa því gaum, að þjóðir velja rithöfunda fremur en aðra listamenn,
ef þær þurfa að hreinsa sig. Tíðum er rithöfundurinn fundinn sekur fyrir að
hann hefur hafið skítkast á hreinleika þjóðarinnar og hennar helgustu menn,
stofnanir og þankagang, og þá einkum í ákveðnu skáldverki, stundum vegna
tveggja, sjaldan vegna þriggja, en aldrei vegna fjögurra, enda hefur þá tekið við
ný lesendakynslóð, sem lítur öðrum augum á sæmdina og þjóðarstoltið og hvað
er níð eða ósómi.
En þegar þjóðin engist sem ánamaðkurinn í fósturmold á sinni hreinsunar-
hátíð, þá veifar hún hinni seku, ósvífnu og óhreinu bók og ræðst á rithöfundinn
og hrópar:
Hvít er ég og hrein, því í þessu níðingsverki er allur sá hroði sem til er í
landinu, hvergi annars staðar!
Ef höfundur er snjall, þá hefur honum tekist að þjappa saman skít heils
dmabils í sögu þjóðarinnar í hið óhreina verk og níðingslega, og verður það þá
seinna tákn tímabilsins og sígilt. Næsta kynslóð geymir þá þegar ádeilu- og
skítverkið á náttborðinu sínu, því til sönnunar að allur hroði lífsins hafi verið
hjá afa og ömmu eða pabba og mömmu.
En það er enginn ósómi undir rúminu hjá mér, segja hinar nýju kynslóðir.
Og orðin og skoðun þessi virðist oft vera sönn, vegna þess að jafnan líða
áratugir þangað til nýr höfundur skríður út úr þjóðarsáfinni með allan hennar
skít og hræsni á herðum og þjappar saman i nýtt tímamótaverk. Sérhver
þjöppun þarf tóm og tíma, uns hún finnur Mstrænan farveg.
Sú er skoðun flestra að konur hafi verið kúgaðar með þjóðum um aldaraðir.
Kúgunin hefði þá átt að hafa tóm og tíma til að hlaðast spennu og vekja
sektarkennd með þjóðum.
328