Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 85
Hafa kvennabókmenntir se'rstöóu? orðin að kröfu lærðra. Þess vegna er menningin útbíuð af fólki sem leikur sér einungis að því að líkja eftir. I skjóli velmegunar og sóunar síðustu áratuga hefur að minnsta kosti hér á landi sigrað upppreisn hagyrðinganna. Leikir og lærðir hafa ekki látið undan sérhverjum innrekstri sökum umburðarlyndis, lítillætis eða frjálslyndis, heldur vegna hinnar ríkjandi andlegu leti: en reginmunur er á andlegri leti og um- burðarlyndi. Sá er talinn vera listmálari sem hefur efni á að kaupa sér myndvörpu og býr yfir lágmarkshæfileikum til að flokka form á myndflöt. Frekja hins lítilsiglda ræður hvarvetna ferðinni. I stað framsækni ríkir hin algenga ósvífni og ágengni aulabárðanna. I stað ádeilu ríkir bernsk og óskilgreind óánægja. Tíðum ruglar menntaðasta fólk saman vægri andlegri truflun og róttækni eða réttlætiskennd. Og slíkt rugl er orðið að helsta einkenni stjórnmálamannsins. Það föndur sem sálfræðingar nota til þess að sjúklingar hefji örlitla sjálfsleit er óðar hengt á veggi sýningarsalanna og síðan er dótið sett á borð og talið vera jafn göfug list og ef listamaður skoðar sig í sinni sjálfstjáningu og samtíð sína um leið. Ein ástæðan fyrir hugarfarsvændinu, því að fólk tekur mótþróalaust við sérhverri áleitni, á eflaust rót sína að rekja til þess að mannþekking er næstum horfin úr lífsbaráttunni. Há í sessi mannþekkingarinnar situr nú sú kunnátta sem getur bundið í kerfi. En hin vísindalega greining getur aldrei komið í staðinn fyrir frumstæðar eðlisávísanir mannsins, heldur aðeins drepið þær í dróma um stund eða ruglað þær. Hin vísindalega greining gerir engan mun á listrænni sköpun og föndri geðsjúklings, vegna þess að hvort tveggja er sjálfs- tjáning. Blæbrigði eru óþekkt í vísindalegri greiningu, þar liggur allt hlið við hlið, og samruni er úr sögunni. Hinn andlausi natúralismi er engin sérplága okkar tima. Angi af honum sprettur við hver aldamót. Á miklum hnignunarskeiðum verður natúralisminn allsráðandi. Hið óörugga, ráðlausa fólk áræðir ekki að hvika hænufet frá því sem það heldur að það sé; það þorir ekki að leiða hugann, ímyndunaraflið frá hinu hversdagslega umhverfi, og raunveruleikaskyn heldur það vera þá athöfn ef einhver rígheldur sér í það sem flýtur á yfirborðinu: spegilmynd sína. Slíku fólki fer sem ósyndum manni sem báti hvolfir undir á lygnu vatni: hann óttast djúpið, slýið, gróðurinn, fiskana; en hinn syndi maður syndir um undirheima vatnsins óhræddur með opið athugult auga. Við fall Rómaveldis var natúralisminn hið ríkjandi afl, flestir gátu eignast sitt annað sjálf í líki styttu sem steypt var á verkstæði í götunni. Allar líktust stytturnar frummyndinni, að minnsta kosti á yfirborðinu. Með svipuðum hætti 331
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.