Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 94
Tímarit Máls og menntngar
þegar ég settist á rekuna og eitt augnablik fannst mér eins og himinn og
jörð væru að hvolfast yfir mig.
— Er nokkur hætta á því að veggirnir falli saman? spurði ég og reyndi
að brosa.
— Já, það eru miklar líkur á því, svaraði grafarbóndinn og tísti
svolítið. En gerir það nokkuð til? Verðum við ekki öll að möðkum hvort
eð er?
— Jú, en ég hef nú ekki hugsað mér að verða ormur alveg strax,
viðurkenndi ég.
— Þannig hugsum við öll, svaraði NOs, og gaut augunum í átt til
flöskunnar. Og þannig hugsaði Bárður Færeyíngur. Hann var á svipuð-
um aldri og ég, en hann ætlaði sér ekki að skilja við, nóttina sem hann
lagðist útaf og sofnaði. En svona er þetta. Hann sofnaði og vaknaði ekki
aftur. Það hlýtur að vera gott að deyja svoleiðis. En Bárður var hetja, get
ég sagt þér. Hann var hetja hversdagslífsins, ein af þessum hetjum sem
aldrei koma upp á yfirborðið, heldur vinna lífsstarf sitt á bak við tjöld-
in .. . kjósa að láta fara sem minnst fyrir sér. Bárður þurfti ekki að fara á
þíng til þess að verða tekinn í guðatölu. En þau fáu orð sem hann sagði
voru lög.
Á meðan Níls sagði þetta, gróf hann aftur eftir flöskunni góðu. Hann
hélt henni á milli handa sér og skoðaði hana áður en hann saup á. Síðan
bauð hann mér.
— Þeir meiga ekki komast að því að ég fái mér í staupinu. Læknirinn
hefur bannað mér að drekka, ég má ekki einu sinni þefa af bjórflösku.
Hann getur komið á hverri stundu, ég sá hann í gær þar sem hann var að
læðast þarna á bak við runnana og njósna um mig. Svo missi ég líka
vinnuna ef þeir komast að því að ég drekk. Það er lifrin, segja þeir.
— Hver var þessi Bárður? spurði ég.
— Hann Bárður? Hann var spekíngur. Reyndar var hann líka sjó-
maður, meðhjálpari, sálusorgari, þjónn og guð í augum þeirra sem
þekktu hann. En fyrst og fremst var hann læknir sem lángaði til þess að
verða listmálari. . . hann bjargaði lífi mínu og gerði mig að því sem ég er
núna.
— Hvernig þá?
340