Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 94
Tímarit Máls og menntngar þegar ég settist á rekuna og eitt augnablik fannst mér eins og himinn og jörð væru að hvolfast yfir mig. — Er nokkur hætta á því að veggirnir falli saman? spurði ég og reyndi að brosa. — Já, það eru miklar líkur á því, svaraði grafarbóndinn og tísti svolítið. En gerir það nokkuð til? Verðum við ekki öll að möðkum hvort eð er? — Jú, en ég hef nú ekki hugsað mér að verða ormur alveg strax, viðurkenndi ég. — Þannig hugsum við öll, svaraði NOs, og gaut augunum í átt til flöskunnar. Og þannig hugsaði Bárður Færeyíngur. Hann var á svipuð- um aldri og ég, en hann ætlaði sér ekki að skilja við, nóttina sem hann lagðist útaf og sofnaði. En svona er þetta. Hann sofnaði og vaknaði ekki aftur. Það hlýtur að vera gott að deyja svoleiðis. En Bárður var hetja, get ég sagt þér. Hann var hetja hversdagslífsins, ein af þessum hetjum sem aldrei koma upp á yfirborðið, heldur vinna lífsstarf sitt á bak við tjöld- in .. . kjósa að láta fara sem minnst fyrir sér. Bárður þurfti ekki að fara á þíng til þess að verða tekinn í guðatölu. En þau fáu orð sem hann sagði voru lög. Á meðan Níls sagði þetta, gróf hann aftur eftir flöskunni góðu. Hann hélt henni á milli handa sér og skoðaði hana áður en hann saup á. Síðan bauð hann mér. — Þeir meiga ekki komast að því að ég fái mér í staupinu. Læknirinn hefur bannað mér að drekka, ég má ekki einu sinni þefa af bjórflösku. Hann getur komið á hverri stundu, ég sá hann í gær þar sem hann var að læðast þarna á bak við runnana og njósna um mig. Svo missi ég líka vinnuna ef þeir komast að því að ég drekk. Það er lifrin, segja þeir. — Hver var þessi Bárður? spurði ég. — Hann Bárður? Hann var spekíngur. Reyndar var hann líka sjó- maður, meðhjálpari, sálusorgari, þjónn og guð í augum þeirra sem þekktu hann. En fyrst og fremst var hann læknir sem lángaði til þess að verða listmálari. . . hann bjargaði lífi mínu og gerði mig að því sem ég er núna. — Hvernig þá? 340
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.