Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 106
Tímarit Máls og menningar morguninn og hafa glatað sjálfstæði okkar — en við munum ekki vakna einn morguninn kristin eða heiðin; kristin eða heiðin erum við eða verðum eftir því hvernig við temjum okkur að hugsa um lífið og móta það, eftir því hvernig við breytum hvert gagnvart öðru og hvaða verðmætum við reynum að hlúa að með hugsunum okkar og athöfnum. Þar með er ekki sagt að það hljóti að vera einhver reginmunur á lífsstíl og lífsmati kristins manns og heiðingja, munurinn kann að virðast nánast enginn — þar til kemur að því að taka afstöðu til þess hver sé uppspretta eða rót allrar merkingar í heiminum og þá um leið hvernig skoða beri þá markleysu og böl sem ásækja mannlífið. Þegar að þessu kemur getur ágreiningurinn orðið mjög djúpstæður, jafnvel óyfirstíganlegur. Slíkt gerist þó afar sjaldan, því að það er fátt sem knýr okkur til að taka yfirlýsta og fullmeð- vitaða afstöðu til slíkra mála. Og það er e. t. v. þessi staðreynd sem á mesta sök á þeim sljóleika og því sinnuleysi um eiginlega trú sem einkennir samfélag okkar. Þjóðkirkjan gerir að vísu mjög kurteislegar kröfur til okkar um að við tökum eiginlega trúarafstöðu, játum boðskap Krists eða höfnum honum. Ástæðan fyrir kurteisinni er augljóslega sú að kirkjan er þjóðkirkja — þáttur í heildar- skipulagi sem við búum við — og þarf þess vegna að ná til þjóðarinnar allrar og njóta almennrar og opinberrar viðurkenningar. Hún getur því ekki með góðu móti sett okkur nein skilyrði, sagt við okkur: annaðhvort eruð þið meðlimir í kirkjunni og leggið af einlægni og alvöru rækt við kristna trú í öllu lífi ykkar, eða þið standið utan kirkjunnar og leggið stund á aðra trú eða eruð trúleys- ingjar. Kirkjan okkar sem þjóðkirkja hlýtur að gera ráð fyrir því að þjóðin öll sé kristin eða viiji vera það — og svar kirkjunnar manna við spurningu okkar virðist því hljóta að vera jafn afdráttarlaust og svar Steins Steinars og öndvert við það: Islendingar eru kristin þjóð, það er þeirra vilji að eiga sér kristna þjóðkirkju. Stangast þessi tvö svör ekki algerlega á? Hljótum við ekki að vera annað hvort kristin eða heiðin? Heimspekingar ættu náðuga daga ef málin lægju alltaf svona ljóst fyrir, en það gera þau sjaldnast og ekki heldur í þessu tilfelli. I vissum skilningi eru Islendingar kristnir og kannski miklu kristnari í orði og verki en þeir gera sér almennt grein fyrir. Þetta stafar einfaldlega af því að menning okkar öll er samofin kristnum hugmyndum, lífsreglum og siðum. Sama á raunar við um alla vestræna menningu sem búið hefur við kristna trú öldum saman. Þessi röksemd fyrir því að Islendingar séu í vissum skilningi kristnir er augljós og einföld. En þrátt fyrir það er síst ástæða til að vanmeta hana eða horfa framhjá henni. Oll hugmyndasaga Vesturlanda — og þar með talin saga 352
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.