Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 106
Tímarit Máls og menningar
morguninn og hafa glatað sjálfstæði okkar — en við munum ekki vakna einn
morguninn kristin eða heiðin; kristin eða heiðin erum við eða verðum eftir því
hvernig við temjum okkur að hugsa um lífið og móta það, eftir því hvernig við
breytum hvert gagnvart öðru og hvaða verðmætum við reynum að hlúa að með
hugsunum okkar og athöfnum. Þar með er ekki sagt að það hljóti að vera
einhver reginmunur á lífsstíl og lífsmati kristins manns og heiðingja, munurinn
kann að virðast nánast enginn — þar til kemur að því að taka afstöðu til þess hver
sé uppspretta eða rót allrar merkingar í heiminum og þá um leið hvernig skoða
beri þá markleysu og böl sem ásækja mannlífið. Þegar að þessu kemur getur
ágreiningurinn orðið mjög djúpstæður, jafnvel óyfirstíganlegur. Slíkt gerist þó
afar sjaldan, því að það er fátt sem knýr okkur til að taka yfirlýsta og fullmeð-
vitaða afstöðu til slíkra mála. Og það er e. t. v. þessi staðreynd sem á mesta sök á
þeim sljóleika og því sinnuleysi um eiginlega trú sem einkennir samfélag okkar.
Þjóðkirkjan gerir að vísu mjög kurteislegar kröfur til okkar um að við tökum
eiginlega trúarafstöðu, játum boðskap Krists eða höfnum honum. Ástæðan
fyrir kurteisinni er augljóslega sú að kirkjan er þjóðkirkja — þáttur í heildar-
skipulagi sem við búum við — og þarf þess vegna að ná til þjóðarinnar allrar og
njóta almennrar og opinberrar viðurkenningar. Hún getur því ekki með góðu
móti sett okkur nein skilyrði, sagt við okkur: annaðhvort eruð þið meðlimir í
kirkjunni og leggið af einlægni og alvöru rækt við kristna trú í öllu lífi ykkar,
eða þið standið utan kirkjunnar og leggið stund á aðra trú eða eruð trúleys-
ingjar. Kirkjan okkar sem þjóðkirkja hlýtur að gera ráð fyrir því að þjóðin öll sé
kristin eða viiji vera það — og svar kirkjunnar manna við spurningu okkar
virðist því hljóta að vera jafn afdráttarlaust og svar Steins Steinars og öndvert við
það: Islendingar eru kristin þjóð, það er þeirra vilji að eiga sér kristna
þjóðkirkju.
Stangast þessi tvö svör ekki algerlega á? Hljótum við ekki að vera annað
hvort kristin eða heiðin?
Heimspekingar ættu náðuga daga ef málin lægju alltaf svona ljóst fyrir, en
það gera þau sjaldnast og ekki heldur í þessu tilfelli. I vissum skilningi eru
Islendingar kristnir og kannski miklu kristnari í orði og verki en þeir gera sér
almennt grein fyrir. Þetta stafar einfaldlega af því að menning okkar öll er
samofin kristnum hugmyndum, lífsreglum og siðum. Sama á raunar við um alla
vestræna menningu sem búið hefur við kristna trú öldum saman.
Þessi röksemd fyrir því að Islendingar séu í vissum skilningi kristnir er
augljós og einföld. En þrátt fyrir það er síst ástæða til að vanmeta hana eða horfa
framhjá henni. Oll hugmyndasaga Vesturlanda — og þar með talin saga
352