Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 110
Umsagnir um bækur
PELASTIKK
Fyrir síðustu jól bætti Guðlaugur Arason
sögu í safn endurminningaskáldsagna sem
eru mjög vinsælar hér um þessar mundir.
Pelastikk (Mál og menning 1980) segir frá
sumrinu þegar Logi Kristinsson verður 9
ára og fer á vertíð í fyrsta sinn, og hún „er
að hluta bvggð á bemskuminningum
höfundar sjálfs" eins og segir á bókarkápu.
Sagan er þó ekki sögð í fyrstu persónu
heldur segir sögumaður frá sem augsýni-
lega er fullorðinn og bilið orðið breitt
milli hans og söguhetju. Hann heldur sig
við sjónarhorn drengsins og veit ekki
meira um hugsanir annarra persóna en
hann, en persóna hans sjálfs, sögumanns-
ins, verður stundum áleitin, ekki síst í
spaklegum hugleiðingum um lífið og til-
veruna.
Logi er næstyngstur fjögurra systkina
og býr á Dalvík hjá móður sinni og stjúpa.
Faðir hans drukknaði þegar Logi var
þriggja ára, en drengurinn saknar hans
mikið ennþá: „Varla leið sá dagur að Logi
lciddi ekki hugann að pabba sínum.“ (29)
Það er ævinlega verið að bera þá feðga
saman í áheyrn drengsins og ekki undar-
legt þótt hann fái þá tilfinningu að hann
sé einhvers konar framhald af föðurnum
og raunar varla sjálfum sér ráðandi þess
vegna: hann verður að halda áfram að vera
eins og pabbi. Þetta veldur þó Loga eng-
um hugaræsingi, hann er hæstánægður
með þetta hlutskipti sitt.
Faðir Loga drukknaði og lík hans
fannst aldrei, þess vegna finnst Loga hann
á einhvern hátt vera sér nálægur þegar
hann er við sjóinn (28):
Pabbi hans lá einhvers staðar þarna
niðri í sjónum og heyrði hvert orð sem
talað var til hans úr fjörunni. Ef maður
var haldinn öryggisleysi eða vansæld
þurfti ekki annað en að labba niður í
fjöru og dýfa hendinni niður i kaldan
sjóinn. Þá fann maður trausta föður-
hönd og var aftur leiddur inn á rétta
braut.
Við þetta dularfulla samband drengsins og
föðurins í sjónum bætist eini nýtilegi
fróðleikurinn úr skólanum veturinn áður,
um að lifið hafi i upphafi kviknað i sjón-
um, þar fæðist það og fjari út. Fyrir Loga
verður hafið það sem himinninn er flest-
um öðrum: heimkynni guðdómsins og
lífsins, hins háleita og hins jarðneska, og
hann sækir niður í fjöru af eðlisávisun
strax og hann er ferðafær.
Sjórinn laðar og lokkar sem aldrei fyrr
þetta vor þegar sagan hefst. Móðir Loga
vill helst ekki missa hann strax út á sjó, en
drengurinn fær vilja sínum framgengt.
Pálmi skipstjóri á mótorbátnum Sleipni
frá Dalvík leyfir honum með á síld, fyrst
einn túr, svo annan og smám saman er
hætt að biðja um leyfi. Drengurinn er i
hrifningarvímu framan af, en þegar ver-
356