Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 113
maður sér Loga úr fjarska, horfir á atburði og segir frá þeim en lifir sig ekki inn i þá með honum. Best sést þetta í senum eins og þeirri sem áður var sagt frá um það hvernig Logi sækir huggun til föður síns i sjónum og þegar Logi talar við Laufeyju (142 — 3). Ræða Laufevjar er þannig að Logi hefurekki einu sinni getað haft hana eftir, hvað þá skilið hana, og það kæmi fram ef við skynjuðum hana gegnum Loga. Einnig er sögumaður oft ótrúlega spakvitur, einkum í byrjun kafla, segir þá gjarnan eitthvað fyndið og/eða gáfulegt sem hæfir varla frásögn þar sem barn á að vera vitundarmiðja. Gott dæmi er upphaf sögunnar um hið frjálsa náttúrubarn sem veit ekki að það er frjálst, en önnur góð eru: „Hver dagur felur í sér nýjan tilgáng með lífinu.“ (75) Og „Kunnur aflamaður sagði einu sinni, að það versta sem til væri í þessum heimi, fý'rir utan brælur og tregt fiskirí, væri það að liggja með fullan bát við bryggju og þurfa að biða eftir lönd- un.“ (139) Logi fer á stld og saga hans segir frá því. Hann lærir að það er ekki alltaf gaman að vera á sjó, og ýmislegt fleira sem hann lærir er talið upp á bls. 192 — 3. En það er ekki tilgangur Guðlaugs Arasonar með þessari sögu að láta Loga þroskast umfram þann lærdóm eða gera að einhverju leyti upp við samfélag sitt og hvernig það vill móta hann. Bæði sögumaður og sögu- hetja eru hæstánægðir með samfélagið, innrætingu þess og mótun ungra drengja. Þeir eiga að verða dugandi, sterkir, bregða sér ekki við stórtíðindi: kaldir kallar. Að þessu leyti er Pelastikk ólík endurminn- ingaskáldsögum eins og Undir kalstjörnu cftir Sigurð A. Magnússon og Grösin í glugghúsinu eftir Hreiðar Stefánsson. Dók Guðlaugs er saga um draum, fjar- Umsagnir um bakur lægan, ljúfan draum um fyrsta karl- mannssumarið sem ekkert fær að skyggja á. Silja Aóahteimdóttir SÓLARBLÍÐAN Það er alltaf gaman að bjóða nýja barna- bókahöfunda velkomna, og ekki er síður skemmtilegt þegar þeir eru kunnir rithöf- undar fyrir á öðrum vettvangi. Vésteinn Lúðvíksson er þekktur fyrir raunsæilegar skáldsögur sínar og leikrit, nú sendir hann frá sér íslenskt ævintýri úr samtímanum handa börnum. Sólarblíðan (Iðunn 1981) er saga um barn sem freistar þess að gera uppreisn gegn kúgun fullorðna fólksins og tekst það með þrautseigju og hjálp rammís- lenskra galdra. Raunar heitir stelpan Mar- grét Þorgerður, en vinir hennar kalla hana Sólarblíðuna. Hún er auðmannsdóttir og þykir ákaflega erfitt barn, því hún vill endilega láta sinna sér — og hver hefur tíma til þess? Ekki foreldrar hennar, þeim veitir ekki af tímanum til að komast að þvi hvað þau eru rík og skemmta sér. Dáni gamli, garðyrkjumaður foreldra stelpunn- ar, gerir hvað hann getur fyrir hana og Hulda kærastan hans, en ekki stillist Sól- arblíðan nóg við það að mati foreldranna. Þau ráða hverja fóstruna á fætur annarri til að ala hana upp en þær duga skammt, svo foreldrarnir ákveða að ráða sterkan karl- mann í uppalandastarfið og fara sjálf til útlanda. Þó að Sólarbliðan sé kát og tápmikil stelpa reynist henni ofviða að halda sinu gagnvart sterkum karlmanni, sem beitir bæði likamsstyrk og hefðbundnum að- ferðum skólakerfisins til að bæla hana og troða henni í mót samfélagsins fyrir litlar stúlkur. Það er enginn leikur að berjast berhentur við karlveldið holdi klætt og duga engin venjuleg meðul. Þá koma 359
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.