Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar ber allt líf séra Jóns prímusar vitni slikri lífsjákvæðri afstöðu, sem kemur ekki aðeins fram í orðunum „Ég tek það gilt“, þótt þau gætu verið eins konar yfirskrift þessa lífsviðhorfs. Slíkt lífsviðhorf þarf aftur á móti að eiga sér grund- völl og viðmiðun, og væri þá helst að leita grundvellinum staðar í vonartákni kristinnar trúar, upprisunni. Hið tragíska í lífi Ólafs Kárasonar útilokar ekki vonina. Að því leyti er hann ólíkur Erosi hinum gríska og þar með hinni grísku tragedíu. Með hinni grísku tragedíu og kristinni trú skilja leiðir þegar kemur að vonarhugtakinu sem kristin trú fjallar um undir hugtakinu upprisa. Um það ber hin ágústínska guðfræði vitni, en að áhrifum hennar hefur hinn íslenski trúnemi benediktína- klaustursins í Clairvaux í Luxemburg vafalaust búið þegar fram í sótti. Það var Ágústínus sem fyrstur gerði upp dæmið milli grískrar tragedxu og kristinnar upprisuvonar. Hefði Ólafur Kárason lotið rökum lífsskoðunar skálda eins og Faulkners eða Camus, hefði lífi hans vart lokið á göngu á vit aftureldingarinnar og þeirrar veraldar þar sem fegurðin mun ríkja ein. Hins vegar sver hann sig í ætt við annan flokk bókmennta eins og þegar er komið fram, þar sem hin kristna upprisuvon myndar bakgrunninn að þjáningunni. Peter Hallberg nefnir jökulgöngu Ólafs „dularfulla trúarvissu“,}1 og gæti það fallið undir það sem sagt hefur verið. Hið greinilega bergmál upprisunnar, sem er grundvöllur vonarinnar að kristnum lífsskilningi yfirleitt, leynir sér ekki i þessari lokamynd sögunnar. 3. Vegur þjáningarinnar Má vera að það sé ekki með öllu óforvitnileg tilviljun að sama árið og síðasti hluti Heimsljóss kom út, 1940, birtist einnig hið mikla skáldverk Davíðs Stefánssonar, Sólon íslandus. Það verk fjallar einnig um misskilið skáld og listamann, Sölva Helgason, og byggir einnig á sögulegum grunni að meira eða minna leyti. Þótt lífsmynstur þessara tveggja skáldsnillinga séu að mörgu leyti gjörólík eiga þeir þó þjáningar sínar sameiginlegar. Þjáningar sem fyrst og fremst eiga rót sína í því að þeir eru utangarðsmenn, misskildir og vanmetnir, pílagrímar á jörðinni. En meðan Ólafur Kárason er auðmýktin uppmáluð er Sölvi Helgason haldinn talsverðum ranghugmyndum um eigið ágæti og telur sig meira að segja vera frelsara þjóðarinnar. Höfundar þessara skáldverka, Davíð Stefánsson og Halldór Laxness, eiga það sameiginlegt að hafa fjallað um þján- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.