Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
ber allt líf séra Jóns prímusar vitni slikri lífsjákvæðri afstöðu, sem kemur ekki
aðeins fram í orðunum „Ég tek það gilt“, þótt þau gætu verið eins konar
yfirskrift þessa lífsviðhorfs. Slíkt lífsviðhorf þarf aftur á móti að eiga sér grund-
völl og viðmiðun, og væri þá helst að leita grundvellinum staðar í vonartákni
kristinnar trúar, upprisunni.
Hið tragíska í lífi Ólafs Kárasonar útilokar ekki vonina. Að því leyti er hann
ólíkur Erosi hinum gríska og þar með hinni grísku tragedíu. Með hinni grísku
tragedíu og kristinni trú skilja leiðir þegar kemur að vonarhugtakinu sem
kristin trú fjallar um undir hugtakinu upprisa. Um það ber hin ágústínska
guðfræði vitni, en að áhrifum hennar hefur hinn íslenski trúnemi benediktína-
klaustursins í Clairvaux í Luxemburg vafalaust búið þegar fram í sótti. Það var
Ágústínus sem fyrstur gerði upp dæmið milli grískrar tragedxu og kristinnar
upprisuvonar. Hefði Ólafur Kárason lotið rökum lífsskoðunar skálda eins og
Faulkners eða Camus, hefði lífi hans vart lokið á göngu á vit aftureldingarinnar
og þeirrar veraldar þar sem fegurðin mun ríkja ein. Hins vegar sver hann sig í
ætt við annan flokk bókmennta eins og þegar er komið fram, þar sem hin
kristna upprisuvon myndar bakgrunninn að þjáningunni. Peter Hallberg nefnir
jökulgöngu Ólafs „dularfulla trúarvissu“,}1 og gæti það fallið undir það sem
sagt hefur verið. Hið greinilega bergmál upprisunnar, sem er grundvöllur
vonarinnar að kristnum lífsskilningi yfirleitt, leynir sér ekki i þessari lokamynd
sögunnar.
3. Vegur þjáningarinnar
Má vera að það sé ekki með öllu óforvitnileg tilviljun að sama árið og síðasti
hluti Heimsljóss kom út, 1940, birtist einnig hið mikla skáldverk Davíðs
Stefánssonar, Sólon íslandus. Það verk fjallar einnig um misskilið skáld og
listamann, Sölva Helgason, og byggir einnig á sögulegum grunni að meira eða
minna leyti. Þótt lífsmynstur þessara tveggja skáldsnillinga séu að mörgu leyti
gjörólík eiga þeir þó þjáningar sínar sameiginlegar. Þjáningar sem fyrst og
fremst eiga rót sína í því að þeir eru utangarðsmenn, misskildir og vanmetnir,
pílagrímar á jörðinni. En meðan Ólafur Kárason er auðmýktin uppmáluð er
Sölvi Helgason haldinn talsverðum ranghugmyndum um eigið ágæti og telur
sig meira að segja vera frelsara þjóðarinnar. Höfundar þessara skáldverka, Davíð
Stefánsson og Halldór Laxness, eiga það sameiginlegt að hafa fjallað um þján-
26