Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 40
Tímarit Aiáls og menningar arinnar með því að láta Jarþrúði snúa aftur til Ólafs. Þar með liggur beinast við að álykta að með þessu vilji höfundurinn koma til skila ákveðnum skilningi á þjáningunni. Hin unga vinkona Ólafs, Jórunn, hvetur hann til þess að senda Jarþrúði frá sér. En þegar Jarþrúður bregst við þeirri ráðagjörð með því að segja: „Þó ég sé ekki annað en ormur undir hæli þínum, þá geing ég þó með barni þínu“, þá hugsar hann á þessa leið: „Að troða einn orm sundur er að troða alla orma sundur“ (II, 63). Og því svarar Ólafur Jórunni í þessari Getsemane-reynslu sinni á þessa leið: „hún á ekki neitt neitt. Hún er manneskjan í allri sinni nekt: sjúk varnarlaus, án vinar, án þess að eiga nokkum að sem gæti þótt vænt um hana eða vildi rétta henni hjálparhönd og stínga nagla milli tannanna á henni þegar hún fær köstin. Guð og menn og náttúran hafa tekiö allt frá henni“ (II, 105). í þessum orðum birtist hin djúpa samkennd Ólafs, hann álítur það ekki aðeins svik við Jarþrúði að senda hana frá sér heldur svik við mannkynið og þar með sjálfan sig, sem hann er þó óaðskiljanlega samkolka eins og hann orðar það á öðrum stað. Hin djúpa samkennd Ólafs með manninum kemur víða fram í verkinu. Þrátt fyrir þetta sendir hann Jarþrúði frá sér — en daginn eftir er hún aftur komin heim í hús skáldsins, Upphæðir. Þá grundvallar Ólafur lífsskoðun sína enn einu sinni er hann ákveður að drekka þennan bikar þjáningar í botn og segir: „. . . hvernig gat mér nokkumtíma dottið í hug að ég skáldið gæti skilið við þá sem eiga bágt? . . .“ (II, 134). Og enn segir í sögunni: „Áþekkast skindauðum manni skynjaði hann án þess að sjá og heyra, vissi án þess að rökleiða og hugsa; bleyðiskapur eða miskunn, hvað sem það er kallað: hann gekk ekki á móti heitum sínum við lífið á úrslitastund; eða réttara sagt: hann gekk á móti þeim. Hann var sannur maður“ (II, 135). í þessum orðum birtist ákveðin mannshug- sjón, mannsímynd, sem ekki er óþekkt í verkum Laxness að öðru leyti, verður nánar fjallað um hana hér á eftir. í þessari Getsemane-baráttu sinni segir Ólafur Kárason eitt sinn að vork- unnin sé aðal mannsins (II, 104). Þar með sver hann sig í ætt við viðhorf sem kemur skýrt fram í Sjálfstæðu fólki: „skilníngurinn á umkomuleysi sálarinnar, á baráttunni milli tveggja skauta, það er ekki uppspretta hins æðsta saungs. Samlíðunin er uppspretta hins æðsta saungs. Samlíðunin með Ástu Sóllilju á jörðinni“.34 Orðin vorkunn og samlíðun tjá sömu hugsun og er orðið samlíðun raunar fyllra að merkingu þótt ekki hafi það fengið inni í Orðabók Menning- arsjóðs (en er að finna í Orðabók Sigfúsar Blöndals). Samlíðun er þýðing á þýska orðinu Mitleid eða Mitleiden sem felur skýrt í sér hugsun samkenndar- innar, þar sem orðið vorkunn gefur his vegar til kynna vissa fjarlægð frá hinum 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.