Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 42
Tímarit Máls og menningar vegar má benda á, að þessi hugsun er ekki óalgeng í verkum Laxness. I Kristnihaldinu segir Úa: „Guði sé lof fyrir að það verða slys. Þá fyrst kynnist maður Guði“.35 Og enn eitt afbrigði hennar er að finna í upphafi Brekkukots- annáls þar sem segir: „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.“ I Heimsljósi er að finna enn eitt afbrigði þessarar hugsunar er Ólafur Kárason segir: „Að hafa mist það sem maður elskaði heitast, það er eftilvill hið sanna líf, að minsta kosti sá sem ekki skilur það, hann veit ekki hvað það er að lifa; hann kann ekki að lifa; og það sem verra er, hann kann ekki að deya“ (II, 145). í engu þessara dæma er um að ræða þann þjáningarskilning, sem felst í samlíðuninni. Peter Hallberg hefur sýnt fram á hin varanlegu áhrif, er Laxness varð fyrir í klaustrinu á 3. áratugnum. Þessi áhrif voru býsna margvísleg eins og verk hans sýna. En að dómi Hallbergs voru áhrif mannshugsjónarinnar þó dýpst og varanlegust. Hallberg segir m.a. á þessa leið: „Augljóst er, að það er ekki hvað sízt hugsjón meinlætalifnaðarins, sem hefur hrifið Laxness og laðað hann mest að kaþólskri lífsskoðun og breytni. Þar hefur hann eygt leið til þeirrar full- komnunar, sem sjálfsgerving hans, Steinn Elliði, þráði framar öllu öðru.“56 Þessi áhrif koma víða fram í ritgerðum Halldórs Laxness allt fram á seinustu ár. Þar virðist raunar lítið hafa breyst frá klausturtímanum er hann lýsir í bréfi brottför ábótans sem hefur tekið þá ákvörðun að ganga í enn strangari reglu, og þá dáist hinn ungi íslendingur að ábótanum sem er með hans orðum „ . .. einmana eins og Kristur, fátækur eins og Kristur, auðmjúkur eins og Kristur".37 Nítugasti og annar og nítugasti og fyrsti kafli Vefarans mikla frá Kasmír eru byggðir á sama atburði. í bókinni Úngur eg var frá 1976 segir Laxness á þessa leið: „Ég snerist til kaþólskrar trúar og skrifaði mig frjálsan af kaþólskunni aftur í Vefaranum mikla þó án þess að afneita grundvallarhugmynd kirkjunnar."38 Hvað hann á við með grundvallarhugmynd kirkjunnar lætur hann ekki uppi, en ekki væri fjarri lagi að leita hennar einmitt i hugmyndinni um manninn, þeirri mannsímynd sem kemur fram í persónu Ólafs Kárasonar í ýktri mynd: í samlíðuninni sem upphafi hins æðsta söngs og aðals mannsins. Sú samsemdarhugmynd sem samlíðunin byggir á er í eðli sínu mýstísk og á rætur sínar að rekja til mýstískrar hugsunar. Þó kemur hin kristna dulhyggja jafnvel enn sterkar og greinilegar fram í skilningi Ólafs Kárasonar á sinni eigin þjáningu, svo sem frammi fyrir sýslumanni. Áhrif hinnar kristnu dulhyggju á Laxness eru hafin yfir allan vafa og gætir hennar í verkum hans allt frá upphafi. I Heiman eg fór er bein tilvitnun í 13. aldar dulhyggjumanninn Meister Eckhart; í Kristnihaldi undir Jökli les Úa ljóð eftir Jóhannes á Krossi, hinn 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.