Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 60
Tímarit Máls og menningar velt því fyrir sér hvað „þjóðnýtur dáðaskáldskapur“ er eiginlega. Eru það kannski uppbyggilegar og hetjulegar dæmisögur? I ritgerðinni um þrifnað á Islandi segir Halldór að kot og þurrabúðir verði ekki mubleraðar með draumum né raflýstar með eintómum ferskeytlum (134). Hér er aftur komið að vandamálinu um tilverurétt skáldsins. Halldór sér tvær meginástæður þess að listframleiðsla sé fáránleg. Onnur er sú að það sé siðferð- islega óverjandi að dútla við að fylla út blöð með ævintýrum og öðru fánýtu skrauti af því að hungur og klæðleysi ríkir svo víða.9 Hin er sú að listframleiðsla með hefðbundnum verkfærum sé úr takti við tímann, úrelt. í Alþýóubókinni segir Halldór blákalt að málaralistin sé úrelt og ári síðar fellir hann samhljóða dóm yfir ljóðlistinni (í Alþýðublaðinu 5/1 1931). Báðar þessar kenningar byggjast í rauninni á of einhliða og einfaldri söguskoðun. Halldór hugsar sér að ný tækniuppgötvun eigi að ryðja eldri tækni úr vegi án þess að skeyta hót um að menn hafa mismunandi þarfir. í inngangsritgerð bókarinnar, sem fjallar um bækur, segir Halldór að ann- aðhvort eigi skáldin ekki að skrifa önnur ljóð en þau sem óbreytt sveitakona getur raulað „við börn sín eða yfir húsverkum“ (25), — að öðrum kosti verða fátækar sveitakonur að fá þá menntun sem er nauðsynleg til að skilja meistara- verkin. Kröfuhörð skáld verða sem sé að láta sér lynda um ófyrirsjáanlega framtíð að vera kennarar eða „menningarfulltrúar“ eða eitthvað slíkt. Hér er aftur á ferðinni heldur betur einfaldaður söguskilningur. Þótt bóndakona þarfnist kviðlings til að fara með yfir barni og pottum er ekki þar með sagt að sú vísa henti til upplestrar á kvöldvökunni né að hún eigi erindi í tímarit o.s.frv. Þarfirnar eru mismunandi og munu halda áfram að vera það einnig eftir að allir hafa fengið mannsæmandi lífsskilyrði. Stöðug tortryggni gagnvart listinni, einkum á siðferðislegum forsendum, skín í gegn víða í bókinni. Samt viður- kennir Halldór verðleika „snilldarverka“ eldri meistara, þótt gera verði ráð fyrir að þau hafi verið samin á tímum þegar þorri manna bjó við hvers kyns hörgul. Halldór álítur einn höfuðkost fornra snillinga á borð við Tómas frá Kempis, Markús Árelíus og Lao-tse vera þann að þeir skrifuðu án ágóðavonar, þeir voru ekki atvinnuhöfundar heldur skrifuðu af eins konar tilviljun. Einn þeirra snillinga fortíðarinnar sem fjallað er um í Alþýðubókinni er Jónas Hallgrímsson. Hann er þar talinn snillingur af því að hann er „krystöllun íslenzkrar vitundar“ (79), en honum telst einnig til tekna að fjalla í kvæðum sínum um „íslenzka atvinnuvegi" (85). Jónas verður aldrei „eins skáldlegur og þegar hann fer að tala um búskapinn" (85—6) og það fagra og nytsama rennur hjá honum í eina heild. Kvæði Jónasar eru sem sagt góð ekki síst vegna 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.