Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 71
Hugmyndafraói Alþýðubókarinnar böndum; faðir hans er ríkur og Kristófer Torfdal og Bogesen kaupmaður tiltölulega nákomnir honum þótt hann alist upp við skort. En stúlkan sem Arnaldur þráir er rétt og slétt alþýðukona. Til gamans má benda á þetta atriði í Sjálfstceðu fólki, þar sem söguhetjurnar eru alþýðufólk, en Ásta Sóllilja þó blóðtengd stétt þeirri sem er í það mund að rísa til valda. Heimsljós aftur hefur ómengaðan almúga að höfuðviðfangsefni. Ætla má að samfara þessari þróun hafi höfundurinn öðlast dýpri skilning á stéttarstöðu sinni og hagsmunum. Þetta eru almennar línur í þróun Halldórs fram til 1940, en hér var ætlunin að líta ögn betur á samanburðinn milli Alþýðubókarinnar og S'ólku Vólku. Höfundur Alpýðubókarinnar telur fært að afnema hungur og klæðleysi með ákveðnum pólitískum aðgerðum, og hann telur kröfurnar um barnaheimili, almenningsbókasöfn o.s.frv. sömuleiðis raunsæjar. Höfundur Sólku Völku virðist hins vegar fullur efasemda um að þetta sé hægt og framfaratrú hans er minni. I Sölku Völku er líka meira tillit tekið til mannlegra veikleika og mannlegs „eðlis“. Hins vegar er textarnir að mínu viti „sammála" um að þessi stefnumið Alþýðubókarinnar (og Arnalds) séu æskileg þótt óljósara sé um framkvæmdina. Textunum virðist einnig bera saman í því viðhorfi að staða samtímalistarinnar sé heldur ill, og að menntamenn og skáld hafi tilhneigingu til að vera gagnslausir í raunhæfri framfarabaráttu. Salka Valka er að mínu mati stórkostleg skáldsaga, en vísindalegi sósíalism- inn íþyngir henni dálítið. í Alþýðubókinni er ekki talað um annað meira en efnislegar framfarir, rafvæðingu, hreinlæti og verkmennt, allt í nafni vísindalegs sósíalisma. í Sölku Völku man skáldið aftur eftir mannlegum breyskleika og teiknar upp sósíalíska hetju eða andhetju, Arnald. Mannúðarstefna vísindalegs sósíalisma er ekki mannúðarstefna á einstaklingsgrundvelli; hagur einstakl- ingsins og sálræn vellíðan lenda utan við starfsemi samfélagsins og greiningu á því. Sálarhliðin verður hefðbundinni og afturhaldssamri kenningu um sálina og breyskleikann að bráð. Niðurstaðan verður: hér eru vísindin og með þeim getum við hagrætt samfélaginu, byggt verksmiðjur, dreift gæðum heimsins o.s.frv. En þama aftur á móti er einstaklingurinn með alla sína eigingimi og aðra galla. Milli þessa verður engin brú byggð, og niðurstaðan er pólitískt máttleysi Sölku Völku. Vísindalegi sósíalisminn ól af sérandhverfu sína, menningarstefnu, slagorðin listin fyrir listina og fegurðin er höfuðskepna í sjálfri sér. í Sölku Völku birtist sálrænt innsæi höfundarins, en það er ekki tengt félagslegu og pólitísku innsæi hans á sannfærandi hátt. Sú tenging heppnaðist hins vegar betur í Sjálfstceðu fólki, sem að því leyti er betur heppnað verk en Salka Valka. En Salka hefur þá kannski vinninginn hvað ferskleikann snertir. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.