Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 85
Um trú og vantrú var hræðsla þeirra einsog ginnungagap. Og þarsem þeir héldu áfram að vera illir í hjarta sínu ekkert síður en góÖir enda hver þeirra aðeins maður en ekki maður og guð einsog Kristur, þá áttu þeir ekki nema um tvennt að velja: að ganga djöflinum á vald eða bægja honum og illsku sinni frá sér með guðs hjálp. Þetta síðartalda hefur vafalaust oft tekist með prýði, en í því gat líka falist afneitun og bæling á því sem var en lét ekki bæla sig til lengdar, heldur fann sér hjáleiðir til birtingar og tók þá ósjaldan á sig svæsnar myndir sem málaðar voru á náungann, ekkert síður liðinn en lifandi. í þessu felst að draugatrú seinni alda, og viðgangur hennar, verði ekki að fullu greind frá kristinni trú; ennfremur að takmarkanir kristninnar eigi nokkra sök á einlyndi íslenskra drauga. I huldufólkstrúnni (að minnsta kosti þeim meginparti hennar sem beinist að ljúflingum í hólum og klettum) er áðurnefnd tvíhyggja kristninnar flúin eða yfirunnin að því leyti, að huldufólkið er bæði gott og illt, hvert þeirra getur jafnvel verið hvorttveggja án þess að af hljótist siðferðilegir stórárekstrar. Geðslag þess og innræti, ekki síst þeir drættirnir sem kristnin afneitar í þessari mynd, tekur mið af geðslagi og innræti þeirra sem á það trúa án þess að um eftiröpun sé að ræða. Huldufólkstrúin er líka jafn rík af kveneðli og karleðli, ef ekki ríkari af því fyrrnefnda. Huldukonan getur verið grimm sem norn en lika mildin sjálf og minnir þá grunsamlega á áðurnefnda hornreku meðal lúterskra. Við þetta bætist skemmtan sú og lífsfylling sem spratt af kynnum manna við huldufólkið: „álfaþjóð í brúðardansinn býður“. í huldufólkstrúnni fann það sér þröngan farveg dionysosareðlið sem kirkjan var öldum saman að reyna að berja úr skemmtanaglaðri mannkindinni. Og þá varð gamanið mest, og íslensk menning um leið, þegar kristið en harmaþrungið skáld náði ekki að kveða nema hann heyrði huldukonuna kalla. I þessu felst að huldufólkstrú seinni alda, og viðgangur hennar, verði ekki að fullu greind frá kristinni trú; ennfremur að takmarkanir kristninnar hafi að nokkru mótað tvíbentan yndisþokka huldufólksins. 3 Þó að nýlegar kannanir sýni að meirihluti landsmanna telji sig þjóðtrúar að einhverju leyti, þá segir það ekki mikla sögu, ekki frekar en sú niðurstaða að 96% játi einhverskonar guðstrú. Félagsfræðilegum spurningalistum er ekki lagið, að minnstakosti ekki í þessum efnum, að fá fram kjarna málsins, semsé hvers eðlis 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.