Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 122
Tímarit Máls og menningar
einhvers konar andstæðing. Ottinn við að
verða ððrum til byrði verður allra erfið-
astur í samskiptum við þá nánustu, fjöl-
skylduna. En eins og fyrr segir fjallar sagan
ekki bara um ótta og einangrun heldur
líka um lífsvilja og hugrekki og þær til-
finningar sem oft er erfiðast að koma
orðum að en tengja fólk saman.
Sólin og skugginn er raunsæisleg saga,
verkar á mann sem mynd af lífinu sjálfu.
Mörgum þykir lítils virði að velta fyrir sér
formi og list slikra verka og vilja heldur
ræða vandamálin sjálf sem þar er fjallað
um. Það er þó sannast sagna að undir
frásagnarlistinni er áhrifamátturinn kom-
inn og því full ástæða til að gefa henni
gaum. Fríða tekurefni sitt mjög öruggum
tökum. Hún fylgir ekki tímaröð atburða
heldur skiptist á bein sviðsetning atvika i
timaröð og endurlit til fyrri atburða, jafn-
vel þeirra sem hafa gerst tétt á undan þeim
sviðsettu, en einnig annarra sem liggja í
meiri fjarlægð. Þessu bragði er svo hóf-
samlega beitt að maður veitir þvi litla at-
hygli við fyrsta lestur en það á verulegan
þátt í áhrifum bókarinnar. Sama er að
segja um hið takmarkaða sjónarhorn. Það
veldur því að Iesandi skynjar atvik náið
með aðalpersónunni, en gerir líka enn
áhrifameira en ella eitt eftirminnilegasta
atvik sögunnar: minningu um ferð í
strætisvagni og yfirlið á gangstétt. Sú frá-
sögn hefst þannig að aðalpersónan er séð
alveg utanfrá með augum hlutlauss
áhorfanda og umkomuleysi hennar verður
enn átakanlegra fyrir vikið.
Trúverðugleiki persónanna og þar með
sögunnar í heild er mjög bundinn þvi
hvernig til tekst við gerð samtala. Fríðu
tekst oft afar vel að láta samtölin vekja
tilfinningu fyrir þvi ósagða og gefa þannig
djúpa og sannfærandi mynd af persónun-
um. Þetta á þó einkum við um samskipti
sjúklinganna sin á milli og samskipti Sig-
rúnar við eiginmanninn. Starfslið sjúkra-
hússins, einkum læknarnir verða hins
vegar fjarlægar og ógegnsæjar persónur, og
er það vitaskuld með vilja gert, en af þeim
sökum og e.t.v. einhverjum öðrum verk-
uðu þau atriði þar sem læknar koma við
sögu svo og þau atriði þar sem sjúklingar
bera fram opinskáa gagnrýni á sjúkrahúsið
og aðstæður sínar ekki að öllu leyti sann-
færandi á mig. En auðvitað má segja að
þetta sé hluti af hrynjandi bókarinnar.
Hin fámálu atriði þar sem fæst er sagt af
því sem máli skiptir fá áhrifamátt sinn að
hluta af þeim atriðum þar sem fólk er
stórort og lætur gamminn geysa.
Raunsæi er umdeilt hugtak, en ætli
flestir skilji það ekki sem sögur af ein-
hverju sem komið gæti fyrir mig og þig,
sögur sem bregða upp myndum af trú-
verðugum persónum við trúverðugar að-
stæður. Miðað við þessa skilgreiningu er
saga Fríðu ótvíræð raunsæissaga, og þó
raunsæi hennar sé öðrum þræði félagslegt
er það sálfræðilegt raunsæi sem er styrkur
hennar; atburðirnir eða öllu heldur
skynjun þeirra eru trúverðugir miðað við
þá lýsingu sem gefin er á aðalpersónunni,
sem er afar tilfinninganæm og á að vissu
marki létt með að tjá sig þcgar út btýst það
sem bælt hefur verið. Þess vegna verka
viðbrögð hennar sannfærandi þótt þau séu
nokkuð öfgafull. Vandi frásagnaraðferð-
arinnar birtist í því að aðrar persónur, sem
einnig sýna sterk viðbrögð á stundum,
verða ekki eins sannfærandi vegna þess að
við sjáum þær aðeins utan frá. En hér
112