Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 7
Adrepur sem myndin ai: Austurríkiskeisara hlýtur aö hafa trónað forðumtíð hékk á þessum árum mynd af Novotný formanni og hæstráðanda. Hrein og tær undir gljáfægðu gleri. Eg var semsé að lesa Góðadáta á frummálinu og kom stundum á Bikar- inn. Einhverntíma læt ég svo til skarar skríða og segi stundarhátt svo allir heyri: — Ég trúi það hafi drullað fluga á myndina af félaga Novotný! Inni var eitthvað á þriðja tug manna og glatt á hjalla. Söfnuðurinn stein- þagnaði, varð grafalvarlegur, horfði á mig einsog ég væri holdsveikur. Menn flýttu sér að sötra úr glösunum (líterskrúsum) og hurfu síðan hver af öðrum hljóðlega útum dyrnar þangaðtil eftir voru engir nema vertinn, ég og tveir menn aðrir. Flokksnjósnararnir. Þeir reyndust hinir viðræðubestu. Gáfu í könnu og reyttu af sér brandar- ana. Atvikið hef ég síðan haft fyrir vísindalega sönnun á því að lygasagan um Svejk Góðadáta sé ekki dáin skáldsaga heldur lifandi staðreynd í huga hvers einasta gests á Bikarnum og jafnvel flestra Tékka. Og hjarir þá ekki minstakosti sú skáldsaga? Rétt er að geta þess að nefnd tilraun var enganveginn gerð vegna neinnar örvæntingar um skáldsöguna alment séð. Ég trúði því sem margir voru að segja á þessum tíma að skáldsagan væri dauð. Fanst allur litteratúr steindauður og syrgði hann ekki því kvikmyndin var komin í staðinn. Las því belging Mílans Kúndera um jakalegt lífið í sósíalrealismanum til þess eins að geta þulið klausuna fyrir prófdómendur. Tilraunin var gjörsamlega útí bláinn. Núorðið ber ég vitaskuld aftur nokkra áhyggju vegna lífs skáldsögunnar og þeirrar kepni sem nútíminn (þessir seinustu áratugir) veita skáldsögunni eftirað fréttir og auglýsingar komust að sjálfu leyndarmáli hennar og uppgötvuðu það líka að mannskepnan er þannig gerð að hún vill engu trúa nema sannleikanum en getur hinsvegar engu trúað nema lyginni. Þessa mót- sögn brúaði skáldsagan þegar hún tamdi sér að segja lygar í formi sannleiks og öfugt. Seinnameir tóku fréttamiðlarnir þetta upp líka með bæði öflugra og einhæfara hætti og fóru að ógna skáldsögunni — einsog MK finnur svo sáran til. En það er vonandi fleira sem til kemur. Söguna um Ævintýri Góðadátans Svejk í heimsófriðnum mikla samdi Jaroslav Hassék rétt undir lok æfi sinnar, þraut reyndar örendið til að ljúka 125
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.