Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 12
Tímarit Máls og menningar með öðrum orðum hvort nú sé tími stöðnunar eða tími íhygli og úrvinnslu, eða hvorttveggja. Eða hvorugt . . . En ef við reynum að glöggva okkur betur á þessari undarlegu árgerð sem kölluð hefur verið módernismi, þá verður fljótt fyrir sú staðreynd að hugtakið hefur verið notað af mikilli hentistefnu, meira sem stimpill en skilgreining, ekki síst í hérlendri umræðu. Mönnum hefur hætt til að stimpla öll verk sem í einhverjum atriðum víkja frá frásagnarformi hinnar svokölluðu hefðbundnu skáldsögu sem módernisma, og má svosem í mörg- um tilfellum til sanns vegar færa. Einnig hafa þau verk verið kölluð módernísk sem hafa haft að viðfangsefni sérstætt hugarástand nútíma- mannsins, eftir að hin skýra, klára og einfalda heimsmynd miðalda og lénsskipulags riðlaðist og upp reis flókinn heimur iðnaðarsamfélagsins, sér- hæfingar, stórborga, tæknibyltinga, guðleysis. Módernisminn fáist þá við manninn í flóknum, brotakenndum og mótsagnakenndum heimi, einstakl- ingurinn einsog tannhjól í stórri verksmiðju, (þessi nútímasannindi eru flestum gamalkunn), maðurinn fyllist þá kennd sem í skáldskap er oft nefnd „angist", í félagsfræðum „firring". Og ekki má gleyma tilvistar- og gildis- kreppunum. Tæpast er hægt að krefjast þess að hvorttveggja fari alltaf saman, þetta hugarástand og form„nýjungarnar“, til að verk teljist módernísk. Ef ein- göngu er litið á hugmyndalega þáttinn held ég að það geti verið vafasamt að telja sum af lykilverkum íslensku formbyltingarmannanna módernísk, en ef blínt er á formið hnjóta menn um verk Franz Kafka, sem fylgja í flestu formgerð og frásagnartækni hefðbundnu skáldsögunnar, en þó myndu margir spyrja hvaða skáldsaga væri módernísk ef ekki „Réttarhöldin“. Líklega er nálægt lagi að segja að ruglingsleg og brotakennd formgerð henti vel sumum viðfangsefnum, ekki síst þegar fengist er við huga manns sem leitar samræmis og tilgangs, en finnur ekki. Hinsvegar er því ekki að neita að það glyttir stundum í þverstæðu í formkröfum módernismans þar- sem honum er oft teflt fram sem andstæðu raunsæis; módernistar segja það einföldun að skrifa rökréttar skáldsögur á okkar órökréttu tímum, formið verði að vera brotakennt og ósamkvæmt, því að slíkur sé veruleiki nútím- ans. En er það ekki raunsæiskrafa í fullkomnustu mynd að heimta að skáld- verkin hundelti raunveruleikann, — jafnvel útí klára þvælu? Með þessu er ég ekki að senda módernismanum tóninn, hlakka yfir óför- um hans, lesa eftirmæli hans eða „sparka í liggjandi hræið" (einsog skáldið sagði). Því að módernisminn, hvernig sem hann er skilgreindur, hefur fætt af sér stórmerkar bækur. Mér dettur ekki einu sinni í hug að halda að módernisminn sé dauður, því að engum sem nú á tímum skrifar mun gagn- ast að láta sem tækni hans, formnýjungar og viðfangsefni, hafi aldrei komið 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.