Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 14
Tímarit Máls og menningar skáldsögunnar greinilega ekki talið fullgilt, þar birtust á hverju ári þykkar langar sögur um fólk og þjóðir, án sýnilegra ellimarka. Kannski var það ekki síður kjánalegt sem gerðist hér á landi eftir að kraftur módernismans fór rénandi að sumum þeirra helstu sem þá hófu að skrifa skáldsögur þótti ekki annað mega gagn gera en að skeiða svosem öld afturí tímann, ekki bara í formi heldur jafnvel frekar í viðfangsefnum; var þá vinsælast að fletta ofanaf borgaraættunum á þann hátt sem Marx hrósaði Balsac fyrir að hafa gert. Og það má kannski bæta því við með nokkrum rétti, „vegna fjölda tilmæla", að íslenska nútímaskáldsagan hafi helsti lítinn lærdóm dregið af árangri módernistanna svokölluðu, nema helst í keppni um að dulbúa sögumann þriðjupersónusagna; koma þar þó kannski meira til áhrif frá frægri grein Halldórs Laxness sem birtist um sama leyti og hann hætti að skrifa skáldsögur með alvitrum sögumanni, sem hann í umræddri grein kallaði „Plús-X“, og fannst ærið grunsamlegur. Mætti jafnvel með litlum útúrsnúningi túlka orð greinarhöfundar svo að þessi misindismaður „Plús-X“ hefði eyðilagt blómann af ævistarfi hans sjálfs fram til 1960, en tæpast yrðu allir honum sammála um það. Ekki vantaði svosem að nýjar stefnur sem þóttust hafa svör við öllu kæmu fram í kjölfar módernismans. Meira eftirá hafa sumar þeirra fengið loðnar skilgreiningar og heiti á borð við játninga eða skýrslubókmenntir; einnig var veifað heimildaskáldskap alias dókúmentarisma sem samkvæmt skilgreiningu gæti náð yfir 90% af samanlögðum heimsbókmenntunum, en birtist á þeim árum oftar í formi hversdagslegrar blaðamennsku sem var matreidd einsog litteratúr (og ekkert við því að segja svosem). Ef ég fyrir mitt leyti ætti að draga einhvern lærdóm af ferli þessara stefna fyrir „stöðu íslenskra bókmennta í dag“, þætti mér líklegast að hann yrði sá að einstakir höfundar, fræðingar og bókmenntirnar í heild taki héðanífrá nýjum hugmyndum með hæfilegri sálarró, glepjist ekki til að halda að sér- hver formnýjung feli í sér lausn á öllum skáldskapargátum samtímans. Nú, einsog sumir hafa bent á, gæti verið kominn sá tími þegar möguleiki er á samruna, ekki bara raunsæis og módernisma (sem kallað hefur verið sam- runi skáldsögunnar og dauða hennar), heldur jafnvel alls þess besta sem prófað hefur verið í skáldsagnagerð, hægt verði að nota kreddulaust hvert það tæknibragð sem hentar ákveðnu viðfangsefni. Mættu bókmenntafræð- ingar sem við samtímann fást ekki síst hafa gagn af slíkri afstöðu. Rétt einsog sá skáldsagnahöfundur væri gamaldags sem skrifaði eftir formúlu Gests Pálssonar, þá ættu bókmenntafræðingar vel að merkja að tími Georgs Brandes er fyrir jafn löngu liðinn. Ef sá Brandesarkækur að reyna að spá og jafnvel skipa fyrir um næstu kynslóð skáldverka er atvinnusjúkdómur sem stingur sér niður meðal bókmenntafræðinga, virðist hann vera sínu lífsseig- 132
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.