Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 30
Tímarit Máls og menningar
Undirtón þjóðfélagsádeilu og kröfu um virka samfélagsþátttöku var að
finna í fyrstu ljóðum Róa en hann magnast eftir því sem á líður. Ljóðin
bjóða ekki upp á algildan sannleik né varanlegar lausnir á vandamálum en
andstæður heimsins knýja stöðugt á um að tekin sé afstaða. — A bernskuár-
unum var þetta auðvelt: drengurinn sem lék veraldarsöguna heima í dalnum
sínum og barðist gegn „kommunistum, nazistum, kapitalistum og ollum
oðrum útlendingum" vissi með hverjum hann stóð:
Men altíð var hann í parti við grasinum,
tað vaks í moldini,
tað var í hárinum og troyggjuni,
tað var í eldinum og honum.
Grasið var tigandi eins og hann,
smádrongurin, frælsishetjan og indianarin.
(Rói P., 1969)
En öngþveiti lífsins kippir í burtu öruggri fótfestu bernskunnar; og sú
nýja afstaða, sem við mótum okkur, og skilningurinn, sem við öðlumst, er
óðar en varir ógildur, hann snýst meira að segja gegn okkur. Þá er ekki um
neitt annað að velja en að hefja skilningsleitina á ný í samræmi við breyttar
aðstæður:
tey orðini
sum leitaðu eftir nýggjum landi
vendu sær í flognum
og komu aftur sum rovfuglar
við sterkum klóm
og fremmandum eygum.
eg eigi onki orð
og soleiðis skal tað vera
eg skilji ongi orð
og tað er gott
eg havi nógv at gera
og nógv at læra.
(„Orðini“, tímaritið Brá nr. 3. 1983)
Krafan nær til hvors tveggja, að afla sér skilnings og að starfa, það er ekki
nóg að láta sér nægja annað tveggja — og undankomu er ekki auðið:
148