Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 51
Þegar Aleixandre fékk Nóbelsverðlaunin göngulu myrkrinu / og opna þau við geislandi takmörk líkama. Og skáldið dregur sig undan því sem herjar á, hótar að steypast yfir hann, ógn lífsins og angist, sársauka skynjunar, dyn þess brim og þyt, lífsins vá og gnótt sem endar í dauðanum. Skáldið hrópar: Eg vil lifa, lifa eins og hart grasið / eins og norðanvindurinn eða snjórinn, eins og vakandi glóðin / eins og framtíð barns sem enn er ekki fætt / eins og faðmlög elskendanna þegar máninn veit ekki af þeim. Og ást skáldsins vex í skugga dauðans, þarf ekki að vera bundin tveim ein- staklingum, milli tveggja mannvera, heldur er hún eða verður lífsafl sem býr í öllu, brýzt um og byltist og knýr allt upp á móti dauðanum. Umbreytandi afl á öllum sviðum. Eg þrái ástina eða dauðann, ég vil deyja frá öllu, / ég vil vera þú, blóð þitt, þetta drynjandi hraunflæði / sem innibyrgt þvær þína fríðu limi / og nemur þá hin fögru útmörk lífsins. Það segir hann í öðru ljóði fremur snemmbornu á ferð sinni, sem nefnist Sameining í henni. Og loks: Þessi koss á varir þínar eins og langvinnur þyrnir, / eins og haf sem fljúgandi breytist í spegil, / eins og glampi af væng, / er jafnframt hendur tvær, atlot við neistandi hár þitt, / brestur frá hefndfúsri birtunni, / er ljós eða deyðandi sverð sem vofir yfir hnakka mér / en aldrei fær raskað einingunni í þessum heimi. Heit ólgandi ástin, geðsins hiti með ofsa sem stundum nálgast bruðl með orð, ofrausn. Mælsku sem jaðrar við mælgi, allt að því. Síðan kom langt hlé. Einangrun við ósigurinn fyrir fasistum í borgara- styrjöldinni þegar flestir vinir hans hurfu í fangelsi, útlegðina eða dauða. Aleixandre byrjar um það leyti á nýrri bók Sombra del paraiso. Það var 1939, á hinum ömurlegasta tíma formyrkvunar og eymdar, uppgjafar þegar flest var hrunið í rúst, hvarvetna aska og harmur, eldsviðið mannlíf. Sombra del paraiso, skuggi paradísar. Hafði þetta skáld stigið niður í undirdjúpin, líkt og Dante á undan honum? Og eins og Dante naut hand- leiðslu Virgils í Helju þá má segja að Rimbaud hafi bístaðið hið spánska skáld þegar hann kannar hin myrku djúp. Og hann getur sagt eins og T.S. Eliot í Kvartettunum: Hell is oneself. Þú berð í sjálfum þér himin og helvíti, og þú verður að ná sáttum hið innra með sjálfum þér, hemja andstæðurnar með því að leiða þær saman, temja hvora við ofstyrk hinnar. William Blake kemur í hugann þegar Aleixandre yrkir: Langt í burtu í fjarlægri glæsidýrð hins kyrra meydómsstáls eru tígrar risavaxnir eins og hatur, 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.