Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 62
Tímarit Máls og menningar þeirra. Þótt bygging þeirra sé vissulega oftast opin, í þeirri merkingu sem áður var rakin, er þó um að ræða gerólíka aðferð þeirri sem birtist í samsteypum konungasagna, svo að ekki sé minnst á samsteypu Islendinga- sagna sjálfra í ritum eins og Möðruvallabók. Þar sem Carol Clover fjallar um hina tvískiptu byggingu, sem áður var getið, vekur hún athygli á því að í rauninni megi alltaf túlka hefndamynstrið þannig að það skiptist í tvo hluta: annars vegar frásögn af því sem gefur tilefni til hefndar, hins vegar frásögn um hefndina sjálfa. Þessi skipting er þó annars eðlis en skipting Njáls sögu og Egils sögu í tvo hluta, svo að ekki sé minnst á Bjólfskviðu. I samfélaginu, sem sögurnar lýsa, má kalla að hefndina leiði oft af áreitinu með hartnær röklegri nauðung. Það dregur því mikinn dilk á eftir sér ef því er haldið fram að samtenging þessara tveggja þátta eigi sér skýringar og forsendur í rithefð en ekki í sagnahefð. Því er að vísu ekki beinlínis haldið fram í MS, en ályktunin liggur nærri. Fallist menn á hana má kalla að hin munnlega Islendingasaga sé liðin undir lok, hefnda- mynstrið sem ríkir í nær öllum Islendingasögum væri þá bókmenntalegt fyrirbæri mótað undir áhrifum frá kenningum mælskufræðinnar um sam- setningu frásagna. Geri menn á annað borð ráð fyrir að til hafi verið munnlegar frásagnir sem bæði hvað form og inntak varðar hafi verið foreldri skráðra Islendingasagna, en ekki aðeins sundurlausar heimildir þeirra, hljóta menn að hugsa sér að á munnlegu stigi hafi verið til allum- fangsmiklar frásagnir með hefndir sem þungamiðju. Hér er það sem rann- sókn Jesse Byock kemur inn í umræðuna sem undirbygging undir kenningu um að undanfari þeirra Islendingasagna sem við þekkjum hafi verið mun þróaðri og margþættari frásagnarheildir en bókfestumenn hafa að jafnaði gert ráð fyrir, með annars konar frásagnargerð en fornaldarsögur, svo að vísað sé til hugmynda Carol Clover. III Einkennilegt er það að fræðimönnum, sem skrifa á enska tungu, ber saman um að Islendingasögur segi einkum frá því sem þeir nefna/e«cf(borið fram fjúd), en í íslensku er ekki til neitt samsvarandi orð. Þó mun það líklega vera skylt orðunum fjá ogfjandmaður. Það er notað um langvinnar deilur og óvináttu milli ætta eða einstaklinga, þar sem mannvíg í hefndar- skyni er eitt af þeim úrræðum sem deiluaðiljar grípa til. Jesse Byock notar orðið um deilumál þau sem sagt er frá í Islendingasögum, en ekki beinlínis sem fræðiheiti. Hins vegar leiðir hann af því þrjú fræðiheiti sem hann hefur um ákveðnar einingar í texta sagnanna ifettdeme, sem ég nefni deild, feud-clust- er, sem ég nefni deiluklasa, og feud-cbain, sem hér nefnist deilukeðja.9 180
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.