Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 63
Islensk sagnalist — erlendur lardómur Vissulega er deila almennari merkingar en „feud“, en annað hentugra orð fannst ekki. I upphafi bókarinnar Feud in the lcelandic Saga (FIS) segir Jesse Byock að engin leið sé að skilja Islendingasögur nema gera sér grein fyrir hlut deilumálanna í íslensku miðaldasamfélagi. Deilumálin séu rauði þráðurinn í frásögnum og þau teygi sig inn í sjálft hjarta samfélagsins. Sögurnar (og þá á hann bæði við Islendingasögur og samtíðarsögur) endurspegli það sem hafi verið helsta viðfangsefni þessa samfélags: að beina ofbeldi í þann farveg sem viðurkenndur var fyrir deilumál og halda átökum í skefjum.10 I framhaldi af þessu er tekið til athugunar hvernig deilumál þróast og eru leidd til lykta í sögunum og hverjar muni vera rætur frásagna af þeim í samfélaginu. Um það kemst hann að nýstárlegum niðurstöðum, því að hann telur að deilumálin hafi ekki bara ógnað samfélaginu heldur verið beint inn í farvegi sem gerðu þau að jákvæðu samfélagsafli, að því leyti að meðferð þeirra og lausn hafi styrkt höfðingjaveldið. Hann leggur áherslu á að íslenska þjóðveldinu hafi ekki verið ógnað með hervaldi utan frá og því hafi hér ekki skapast það ríkisvald sem sameinaði evrópsk ríki til varnar utanað- komandi ógnunum. Islenskt samfélag hafi því getað staðist sem bandalag sjálfstæðra höfðingja án ríkisvalds. En til að tryggja hagsmuni sína urðu höfðingjarnir að halda jafnvægi sín á milli, auk þess sem hver um sig þurfti að halda í skefjum fólki sem hann hafði forræði yfir. Hér kemur að meginatriði í kenningum Byocks: hann telur að höfðingjarnir hafi, þegar upp var staðið, haft efnahagslegan ávinning af deilum manna og hlut sínum í lausn þeirra. Sagnfræðingar hafa alltaf átt í nokkrum vanda að skýra efnahagslegar undirstöður goðaveldisins, og er hér um að ræða framlag til að leysa þann vanda. Byock bendir á fjölmörg dæmi úr Islendingasögum og samtíðarsögum, þar sem umdeild eign lendir í höndum þess höfðingja sem fer með mál fyrir upphaflegan eiganda, eða þann sem í upphafi gerði tilkall til eignar. Þannig hafði goði ekki aðeins fyrirhöfn og áhættu af því að taka að sér mál þingmanna sinna heldur einnig talsverða ábatavon. Jafnframt hafði goðahópurinn í heild, höfðingjastéttin, talsverðra hagsmuna að gæta að enginn kæmist upp með ójafnað til lengdar, hvorki höfðingjar né aðrir. Ef þessi söguskýring er tekin góð og gild, skýrir hún einnig áhuga Islendinga á frásögnum um deilumál og framvindu þeirra. Þar var ekki bara um að ræða áhuga á skemmtilegu söguefni, því að undir söguefninu bjuggu vandamál sem gátu haft mikil áhrif á örlög hvers og eins, vörðuðu sjálfar undirstöður samfélagsins. Frásagnir af deilum fjölluðu ekki bara um líf og dauða löngu liðinna einstaklinga, heldur um líf og dauða samfélagsins. Eins og algengt er á öllum tímum gerðu menn sér lífið bærilegra með því að fella 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.