Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 72
Pétur Hraunfjörð Hundsbit Hann hélt uppi lokinu með vinstri hendinni og streittist móti vindi sem var honum gagnstæður. I hægri hendi hélt hann á blaðabunka, sundurlausum vélrituðum blöðum — veitendur — Dagsbrún gera með sér svofeldan samning. Hann lyfti sparihendinni hátt á loft tilbúinn að þruma pappírunum í tunnuna. Séri nú kver spekin á verð- bólgutímum — nema hvað, ef til vill var þetta fljótræði, þó hann þyrfti að rýma til. Kanski væri þetta orðið sögulegt plaggat. Andar- tak stöðvaðist höndin yfir opi tunnunnar og forvitnin varð öllu yfir- sterkari. Hann las niðurlag fyrstu málsgreinar: „er séu fullkomlega hæfir til þeirrar vinnu, sem um er að ræða.“ Fjandinn sjálfur þetta hlaut að vera löngu úrelt. Enginn talaði lengur um fullkomlega hæfa verkamenn. Nútíma orðalag gerir ráð fyrir almennu verkafólki og sérhæfðu vinnuafli — en fullkomnu, slíkt hlaut að vera gamaldags, forlegið, afdankað. Snörp vindhviða tætti blöðin úr hendi hans og skellti niður loki öskutunnunnar. Kvalastuna braust fram af opnum vörum hans, þum- alfingur hægri handar hafði lent á milli tunnu og loks, blóð vætlaði úr aflvöðva handarinnar. Slys auðvitað og það hér heima þvílík óheppni. Hann greip vinstri hendi um þá hægri og huldi í greip sinni, beygðist saman í herðunum, strengdi kviðvöðvana. Þétti tak vinstri handar um sár og blóðug eymsli undirskriftahandarinnar eins og hann vildi einangra sársaukann, takmarka hann frá öðrum pörtum líkamans. Sársaukinn var nístandi, hann klemmdi saman varirnar, hélt niðri í sér andanum og herptist saman í herðunum. Alútur með samanbitnar varir, sá í huganum baráttuna fyrir stefnumarki sínu renna út í sandinn. Hann hafði sett sér það mark er hann fékk þessa íbúð fyrir tveim árum að eiga til leiguna með viku fyrirvara um mánaðamót. Sexmánaða fyrirframgreiðslan hafði reynst honum 190
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.