Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 84
Tímarit Máls og menningar verið talið, dvöl hins erlenda setuliðs hafi leitt þetta í ljós og valdið því að stórum hafi „aukizt á ósómann.“ Þannig sé . . . vitað um kvenfólk í tuga tali á allra lægsta þrepi skækjulifnaðar, svo og það, að ótrúlegur fjöldi annarra fullorðinna kvenna í ýmsum stéttum virðist lifa svo menningarlausu léttúðarlífi, að furðu gegnir. (620) Vilmundur telur að hernámið leiði „marga lausung í ljós“ sem hafi áður verið til en „aðeins betur búin“. Það hversu algengt þetta er orðið segir . . . ekkert nema sannleikann um það, hve veikt íslenzkt kvenfólk er á svellinu, þegar á reynir. (621) Undirstaða röksemdafærslunnar er því sú að íslenskar konur séu hórur innst inni, enda væntir Vilmundur ekki mikils af aðgerðum sem beindust að því að bæta lifnað fullorðinna kvenna. Hann telur ráðlegra að einbeita sér að konum „sem hafa beinlínis skækjulifnað að atvinnu“ og börnum, því það sé . . . viðbjóðslegast, ef niðurstöður lögreglunnar um það eru á rökum reistar, að ólifnaður stúlkubarna á aldrinum 12—16 ára og jafnvel yngri sé svo almennur orðinn og breiðist svo ört út, að ekkert heimili frá hinum aumustu til hinna bezt settu geti talið sig öruggt öllu lengur. (620) Þær aðgerðir sem Vilmundur leggur til eru mjög harkalegar. Hann vill safna saman þeim vændiskonum sem hafa skækjulifnað að atvinnu og flytja þær á vinnuhæli á afskekktum stað, láta þær búa þar við holla vinnu, gott atlæti og heilbrigðan aga og flytja síðan þangað jafnóðum þær konur sem kynnu að bætast í hópinn.10 Þessar aðgerðir hefðu holl áhrif á álit almenn- ings og gætu vakið nokkurn ótta meðal kvenna. Hann vill helst senda öll stúlkubörn á aldrinum 12 — 16 ára burt úr bænum og búa þeim góð uppeldisskilyrði utan bæjar þar sem ekkert setulið sé. Hið minnsta sem hægt væri að gera væri að senda þær stúlkur á þessum aldri sem örugglega sé á hættulegum glapstigum burt úr bænum en hafa þær sem eftir yrðu undir nákvæmu eftirliti lögreglu og barnaverndarnefndar og senda þær síðan burt um leið og út af brygði þrátt fyrir eftirlit. Hugsanlegt væri að um 200 stúlkur yrðu fluttar burt en um 1000 yrðu undir eftirliti í bænum. Vilmundur telur komið í það óefni að vettlingatök komi ekki að haldi. Ef lögreglan hafi nokkurn veginn rétt fyrir sér sé framferði stúlkubarna í bænum þannig að Reykjavík megi „heita ein uppeldisstöð fyrir skækjur, stórum líklegri til áhrifa á framtíðarkonur höfuðstaðarins en allar kirkjur og skólar hans samanlagðir" (622). Ef slíkt fái að viðgangast til lengdar megi 202
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.