Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 85
Konan, draumurinn og dátinn
fara nærri um hvaða áhrif það muni hafa á framtíð þjóðarinnar, ekki síst ef
landið verði um ófyrirsjáanlegan tíma hernaðarstöð og aðsetursstaður er-
lendra hermanna:
Sé ég ekki betur en að því stefni, að Island verði þá aðallega vændiskvennabúr
fyrir þau stórveldi, sem hingað telja sig eiga erindi . . . (622).
Vilmundur bendir enn fremur á að von sé á nýju herliði til landsins og því
sérstök ástæða til að bregðast skjótt við.
Það sem einkennir mál Vilmundar eru stórorðar fullyrðingar og harkalegar
tillögur um aðgerðir. Hjá nefndinni sem dómsmálaráðherra skipaði eru það
aftur á móti furðuleg röksemdafærsla og sérkennilegur málflutningur sem
vekja athygli. Þetta kemur strax í ljós þegar nefndin gerir grein fyrir því efni
sem hún byggir á:
Nefndin . . . lagði til grundvallar fyrir niðurstöðum sínum rannsóknir
lögreglunnar. Hefur lögreglan nú skrásett nöfn yfir 500 kvenna, sem hún
telur, að hafi mjög náin afskipti af setuliðinu.
Konur þessar eru á aldrinum 12—61 ára og skiptast þannig eftir aldri:
12 ára 2 - - 13 ára 14
14 - 25 - - 15 - 32
16 - 37 - - 17 - 42
18 - 30 - - 19 - 24
20 - 37 - - 21 árs 19
[-------]. [22—29 ára eru 110, 30—39 ára eru 58, 40 — 49 ára eru 23, 50 ára og
eldri eru 3. Innskot mitt[.
Alls eru hér taldar 456 konur. Um aldur afgangsins er ekki vitað nákvæm-
lega.
Af þeim meira en 150 konum, sem lögreglan telur á mjög lágu siðferðisstigi,
eru:
12 — 15 ára incl. 13
16-17 - - 18
18-20 - - 30
A vegum þessara kvenna eru, svo vitað er, 255 börn, en full ástæða er að
ætla, að tala þeirra sé allmiklu hærri. Mæður eru 129. Af þessum tölum verður
ljóst, hvílíkur fjöldi bama elst upp við óhæf kjör, og þarf engum getum að því
að leiða, hverskonar þegnar þau munu reynast.
Af konum þessum eru nokkrar algerlega heimilislausar. (627) [Letur-
breytingar mínar].
203