Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 86
Tímarit Máls og menningar Ævinlega er hér talað um konur sem einn hóp en ekki gerður greinar- munur á þeim eftir aldri. Þó eru 110 af 456 aldursgreindum konum 12 — 16 ára, en þær kallar Vilmundur stúlkubörn. A hópnum sem einni heild byggir nefndin niðurstöður sínar og hlýtur það að koma í veg fyrir að þær geti verið röklegar, samanber það sem fram kemur hér síðar. Nefndin kemur með athugasemd um lágan aldur strax á eftir tölunum, en það kemur þó ekki í veg fyrir að svona sé farið með gögnin: Það, sem hlýtur að vekja langmesta athygli við lestur þessarar skýrslu, er hinn mikli fjöldi stúlkubarna. Hæstur er aldursflokkurinn 15 — 17 ára, og stúlkubörn frá 12—14 ára eru fleiri en konur frá 24 —26 ára. (627) Aldur stúlkubarna virðist vera 12 — 17 ára í augum nefndarinnar en á þeim aldri eru 152 af 456 aldursgreindum konum. Hvort sem miðað er við 16 eða 17 ára aldur er ljóst að mjög stór hluti þess hóps sem nefndin leggur til grundvallar er það sem þeir kalla stúlkubörn. (110 af 456 eru 24,12%, 152 af 456 eru 33,33%.) Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar fullyrðingar, ályktanir og túlkanir nefndarinnar eru skoðaðar. Blöndun aldurshópa veikir grunninn undir ályktanir og hefur auk þess tvennt annað í för með sér: Með því að líkja fullorðnum konum við börn er óbeint verið að segja að enginn munur sér á þroska fullorðinna kvenna og barna, og með því að tala um börn sem fullorðnar konur varpa fullorðnir frá sér ábyrgð á börnunum. Nefndin segir það álit lögreglustjóra að þessar 500 konur sem lögreglan hefur skrásett nöfn yfir séu . . . aðeins lítill hluti þeirra kvenna, sem líkt mun ástatt um. Telur hann, að lögreglan hafi ekki haft tækifæri til þess að safna heimildum um meira en á að gizka 20% allra reykvískra kvenna, sem umgangast setuliðið meira og minna. (627) Nefndin bendir á að „ekkert verði um það fullyrt“ en þó geti „hver sem er sannfært sig um, að fjöldinn muni vera gífurlegur". Þessu til stuðnings bendir hún á að öll gistihús bæjarins þar sem dans fari fram séu yfirfull af setuliðsmönnum og íslensku kvenfólki. Nefndin telur þessar tölur því lík- legar. Heildartalan yrði þá um 2500 konur, og er þá miðað við kvenfólk frá 12 ára aldri. Um aldursskiptingu með tilliti til þessara nýju upplýsinga segir: Nú verður það auðvitað ekki fullyrt, að af þessum tölum megi draga þær beinu ályktanir, að hlutföllin milli aldursflokka séu þessi í heild sinni, þótt svona háar tölur bendi óneitanlega í þá átt. (627) 204
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.