Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 90
Tímarit Máls og menningar . . . taka það skýrt fram, að í afskiptum íslenzkra yfirvalda af þessum málum felst hvergi nein andúð í garð brezku herstjórnarinnar eða brezku hermann- anna. Það er almennt viðurkennt, að þessir aðilar hafa komið mjög vel fram. En það er líka viðurkennd staðreynd, að ný og alvarleg siðferðisvandamál hljóta að skapast, þegar fjölmennt herlið sezt að í ókunnu landi, hversu gott og siðpriítt, sem það er. (642) [Leturbreytingar mínar]. Þegar haft er í huga að skýrslur eru til um það að hermenn hafa haft samfarir við börn að minnsta kosti allt niður í 12 ára aldur, hljómar þessi yfirlýsing forsætisráðherra eins og lélegur brandari. Nokkrum setningum áður hafði hann bent á að íslensk yfirvöld fengju ekki að fylgjast með því hvort stúlkur yngri en 16 ára fengju aðgang að hermannaskemmtunum. Islensk yfirvöld hafa því ekki fullnægt þeirri skyldu sinni að gæta ósjálfráða barna. Samt hafa nefndin og lögreglan treyst sér til að lýsa því yfir að 13 stúlkur á aldrinum 12 — 15 ára séu á mjög lágu siðferðisstigi. Embættisbréf Vilmundar Jónssonar og skýrsla nefndarinnar einkennast af grófum ummælum og harðorðum dómum um konur. Ekki er talað um kon- ur sem sjálfstæðar, hugsandi verur heldur er lögð áhersla á að þær hafi litla meðvitund. Og munur á þroska kvenna eftir aldri virðist ekki vera mikil- vægur. Börn eru lögð að jöfnu við fullorðnar konur og fullorðnar konur við börn. Hin opinbera umræða um þessi mál á stríðsárunum sjálfum ber öll einkenni ákveðinna fordóma gagnvart konum og byggist á fyrirframgefnum hugmyndum um eðli kvenna. Vinnubrögð nefndarinnar eru furðuleg, með- ferð þeirra gagna sem niðurstöður eru byggðar á leiðir til þess að skýrslan segir meira um hugmyndir nefndarmanna en stöðu mála. Skýrsla nefnd- arinnar og bréf Vilmundar eru vitnisburður um það hvernig fordómar eru notaðir til að beina athyglinni frá því sem er að gerast. Með því að tala um sviksamlega framkomu kvenna er fundið viðfangsefni sem auðveldara er að fást við en breska herinn, jafnframt því sem uppbót er fengin fyrir slæma samvisku þjóðarinnar. Blóraböggullinn er fundinn. Norðan við stríð: viðtökur bókarinnar Eins og kom fram hér í upphafi er Indriði G. Þorsteinsson með sögu sinni Norðan við stríð að útskýra fyrir framtíðinni hvað gerðist á íslandi á hernámsárunum, hann er að skrá heimild. Samkvæmt þeirri heimild fengu konur óskir sínar uppfylltar við hernámið. Kynferðisleg þörf er sterkt 208
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.