Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 105
upp magapínu. Hann fær magapínuhug- myndina svo seint að hann hefur ekki tíma til að fara heim að skipta um föt svo hann mætir drullugur upp fyrir haus á stefnumótið. Þetta kemst auðvitað allt upp og hafa vinnufélagarnir ómælda ánægju af því að stríða honum á þessu. En þó að höfundur leggi höfuðáherslu á tilfinningamál Elíasar vinnur hann ekki nógu vel úr þeim til að þau komi lesandanum að gagni. Ein ástæða þess er sú að lesanda tekst að mínu mati ekki að tengjast Elíasi mjög sterkum tilfinninga- böndum. Hvað veldur því? Orsökina má að einhverju leyti finna í frásagnarað- ferðinni. Fyrri bókin er sögð í þriðju persónu og það er eins og höfundur eigi erfitt með að finna leið til þess að lesandi kynnist innra manni Elíasar. I seinni bókinni er blandað saman þriðju per- sónu frásögn og fyrstu persónu frásögn. Lesandinn kynnist Elíasi betur eftir að hann fer að segja hug sinn en þó skortir á að hann geri lesandann að trúnaðarvini sínum. Til dæmis má nefna að þegar Elí- as hefur séð Evu í fyrsta sinn og talað við hana stutta stund er sagt að hann setjist í hægindastólinn og detti ofan í alls konar drauma. Lesandann langar til að vita um hvað Elías dreymir og lifa draumana með honum í von um að þeir rætist, en ekki gefst kostur á því. Eins langar lesanda að vita hvernig Elíasi líð- ur eftir að faðir hans veikist. Seinni bókin hefst laugardaginn 11. júní og henni lýkur um verslunar- mannahelgina. Lesandi fylgir Elíasi og veit hvað hann tekur sér fyrir hendur til 26. júní en þá kemur eyða í frásögnina og lesandi hittir Elías næst mánuði seinna, í jarðarför Arna föður hans. Miðað við uppbyggingu sögunnar er erfitt að skilja hvers vegna höfundur sleppir hendinni af Elíasi þegar svona Umsagnir um bakur mikið rót er á tilfinningum hans. Það er eins og höfundur sé hræddur við tilfinn- ingar, hræddur við að láta persónur sínar finna til. En til þess að ná dýpt í persónusköpun verður höfundur að treysta sér til að fást við erfið tilfinninga- átök, og það er óþarfi að hlífa lesendum við gráti. Það er hollt að gráta og lesand- inn þarf að fá að upplifa dauðann eins og Elías gerir það, þess vegna má ekki fara með Elías í felur þegar erfiðast stendur á. Og lesandinn hefði þurft að komast nær Elíasi meðan jólakortavinirnir drukku kaffi eftir jarðarförina. Þegar þau fara loks inn í stofu, skýst hann inn í herbergið sitt, lokar hljóð- lega á eftir sér, leggur ennið að rúð- unni, minningar, minningar, minn- ingar, horfir út: (II, bls. 134) Krækir höndunum fyrir aftan hnakka, hugsanir, hugsanir, hugsan- ir. (II, bls. 135) Um hvað hugsar hann og hverjar eru minningarnar? Einangrun Eliasar er mikil og felst í því að hann á engan trúnaðarvin þó að samband hans við vininn Smára sé gott. Samband hans við Hildi og Evu er ekki orðið það náið að þau ræði mikið saman í einlægni enda eru vandræði Elíasar tengd þeim að miklu leyti. Saga Elíasar er raunsæ lýsing á lífi unglingsstráks sem er með kollinn fullan af spurningum um samband stelpu og stráks og líkama sem fer í gang eins og loftpressa þegar hann snertir stelpuna sem hann er skotinn í. Elías er feiminn, óöruggur og hefur lítið sjálfstraust. Til að byrja með miðar hann sig mikið við Lása bróður sinn. Lási er í vaxtarrækt, á kærustu og kvart- mílubíl. 223
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.