Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 108
Tímarit Máls og menningar 1. Auðar galdur: Hvernig höfundur breytist í höfunda og hvernig tvœr flugur eru slegnar, þegar barið er á einni. Auður hefur grein sína á því að vitna í formála skýrslunnar, en þar kemur fram að höfundur hennar er Kristinn Karls- son, en Þorbjörn Broddason var „mjög náið með í ráðum á öllum stigum undir- búnings og úrvinnslu“. Þetta þýðir ekki, að Þorbjörn Broddason sé höfundur verksins eða beri ábyrgð á því, eins og Auður lætur liggja að með því að nefna aldrei höfund skýrslunnar öðruvísi en „þeir Kristinn og Þorbjörn". Annað álíka dæmi um óskiljanlega ónákvæmni kemur fram hjá Auði. Hún heldur því fram, að þessi umfjöllun hennar taki einnig til kannananna (og niðurstöðuskýrslu þeirra) frá 1976, vegna þess að í formála skýrslunnar um könnunina í Reykjavík segir að mið hafi verið tekið af spurningaskrá kannananna frá 1976. 2. Nafn skýrslunnar og markmið könn- unarinnar. Auður fjallar nokkuð um nafn skýrsl- unnar og hugtakið jafnréttiskönnun. Hún telur að merking þess sé hvergi skýrð í skýrslunni. Eg get gefið þá skýr- ingu á tilkomu heitisins, að það er nán- ast stytting á nafninu könnun jafnréttis- nefnda, sem tekið var að nota um kann- anirnar frá 1976. Vel má taka undir með Auði að víkja hefði mátt beinum orðum að markmiði könnunarinnar í formála. Þar er aðeins vísað til þess, að jafnrétt- isnefnd Reykjavíkurborgar hafi farið fram á, að hliðstæð könnun og gerð var í fjórum kaupstöðum 1976 yrði einnig gerð í Reykjavík. Að mínum dómi ligg- ur tilgangur könnunarinnar þó í augum uppi þegar skýrslan er skoðuð, efnisval og efnistök gefa hann rækilega til kynna. Auður setur fram þá kröfu að upp- setning könnunarinnar sé með þeim hætti sem tíðkast í skýrslum þar sem greina á orsakasamhengi og orsakaferli með vísindalegum hætti og skýrar fræði- legar tilgátur eru prófaðar. Þessi krafa, sem undir öðrum kringumstæðum getur verið góðra gjalda verð, á ekki við í þessu tilviki. I skýrslunni er ekki gerð „vísindaleg" greining á orsakasamhengi né er því haldið fram að það sé ætlunin. I skýrslunni er „aðeins“ komið á framfæri þeim upplýsingum sem könnunin gefur um ástandið. Greining á orsaka- samhengi er annað stig sem vissulega væri þörf á að gera. Hins vegar er út í hött að gagnrýna þessa skýrslu eins og um slíkt verk sé að ræða. 3. Tilgangslaus könnun, upplýsingar til annarsstaðar. Auður virðist gefa sér ákveðnar for- sendur í byrjun. Hún segir eftir nokkrar vangaveltur um nafn skýrslunnar og til- gang (sjá hér að framan): En ætli megi ekki ganga út frá því að slíkri könnun sé ætlað að leiða í ljós mismunandi stöðu karla og kvenna? Þar þarf tvennt að koma til: annars vegar þarf að safna upplýsingum um stöðuna, hvort heldur í fortíð eða nútíð, þ. e. að „kortleggja“ ástandið. Hins vegar þarf að leiða í ljós þau félagslegu ferli sem stuðla að viðhaldi mismunandi stöðu fólks eftir kynferði. Til dæmis mætti leita skýringa á aukinni eða minnkandi þátttöku kvenna í atvinnulífinu. (bls. 464) Eins og flestum ætti að vera ljóst sem lesa skýrslu mína um Jafnréttiskönnun í Reykjavík 1980—81, er fyrra verkefnið (að „kortleggja“ ástandið) einmitt meg- 226
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.