Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 110
Tímarit Máls og menningar Statistics“ (sem á íslensku hefur verið kölluð Norræna tölfræðiárbókin) og gefi út „ritið Hagskýrslur Islands“. Hvort tveggja má til sanns vegar færa, Hagstofa Islands sendir Norrænu töl- fræðiárbókinni íslenskar tölfræðiupplýs- ingar, og heildarútgáfuheiti allra rita Hagstofu Islands er Hagskýrslur ís- lands. En þar með er ekki sagt, að þar sé að finna nokkrar þær upplýsingar sem hefðu getað komið í stað þeirra sem kannanir jafnréttisnefnda hafa leitt í ljós. Eftirfarandi hefur birst í Norrænu töl- fræðiárbókinni um konur og atvinnulíf á Islandi. Fram til 1975 birtust þar ár eftir ár grófustu tölur (sömu tölurnar) um hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra kvenna samkvæmt niðurstöðum mann- tals frá árinu 1960. Frá 1976 til 1978, birtust árlega samskonar upplýsingar frá árinu 1970, byggðar á athugun Hagrann- sóknardeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins (eins og það hét í þá daga) á at- vinnuþátttöku og launatekjum giftra kvenna 1970. Eftir 1979 hafa engar kyn- greindar upplýsingar um vinnumarkað- inn á Islandi birst í Norrænu árbókinni. Hvað varðar Hagskýrslur Islands er það nýjasta sem finna má í þeim ritum um kyn og atvinnulíf frá 1969, en þá kom út ritið Manntal á Islandi 1. desember 1960 (Hagskýrslur íslands, II, 47 Rkv. 1969). / þridja lagi talar Auður um Fram- kvæmdastofnun Ríkisins og tvö rit hennar. í hinu fyrra, Mannfjöldi, mann- afli og tekjur, hefur aldrei verið að finna neinar kyngreindar upplýsingar um vinnumarkaðinn. En í apríl 1982 (fjór- um mánuðum eftir að könnun jafnrétt- isnefndar í Reykjavík fór fram) gaf stofnunin út ritið Vinnumarkaðurinn 1980, og í desember sama ár kom út ritið Vinnumarkaðurinn 1981. I ritum þess- um koma fram „grófar“ upplýsingar um atvinnuþátttöku kynjanna eftir aldri og hjúskaparstöðu bæði þessi ár á landinu öllu. I áðurnefndum ritum kemur ekkert fram um skiptingu eftir búsetu eða öðru, og veita þau því mjög takmarkaðar upp- lýsingar. En ég hef síðar reynt að vinna úr frumgögnum sem þessar skýrslur eru byggðar á, í þeim tilgangi að afla upplýs- inga um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það var gert úr þeim hluta frumgagn- anna frá 1981 sem tekur til Akureyrar, en niðurstöður þeirrar athugunar er að finna í skýrslu minni „Vinnumarkaður- inn á Akureyri og atvinnuþátttaka kvenna. Gert að tilhlutan jafnréttis- nefndar Akureyrar. (Akureyri, nóvem- ber 1983)“. Eins og sú úrvinnsla leiðir í ljós, gefa þessi gögn mun takmarkaðri upplýsingar en fengist hafa með spurn- ingakönnunum, auk þess sem þau voru ekki tiltæk fyrr en löngu eftir að könn- unin í Reykjavík var ákveðin og fór fram. / fjórða lagi talar Auður um Fréttabréf kjararannsóknarnefndar, sem hún segir að gefi reglulega upplýsingar um vinnu- tíma þriggja starfstétta og eru verkakon- ur þar með. Þetta er hárrétt hjá Auði, en mér er hulin ráðgáta hvað það kemur niðurstöðum könnunarinnar við. Hér hefur verið sýnt fram á í alllöngu máli, að sú mikilvæga forsenda Auðar að könnunin hafi verið óþörf, vegna þess að upplýsingar sem hún aflaði séu til annarsstaðar, stenst ekki. Ljóst er að rökstuðningur hennar (upptalning stofnana og rita), reyndist byggður á fullkominni vanþekkingu. Verður ekki fleiri orðum að því eytt. 4. Því sem Auður er ekki sammála á að sleppa. Framan við skýrsluna er rúmlega 7 blað- síðna ágrip eftir Þorbjörn Broddason. í 228
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.