Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 111
því er tæpt á ýmsu er fram kemur í nið- urstöðum könnunarinnar, Þorbjörn leyfir sér að velta þeim fyrir sér og draga af þeim ályktanir. Þessi skrif voru hugs- uð sem stutt kynning á skýrslunni og ætluð til að vekja frekari áhuga væntan- legra lesenda á henni. Vangaveltur Þor- björns í þessu ágripi virðast fara ákaflega fyrir brjóstið á Auði. Rök hennar gegn þeim fela í sér næsta furðulega útúrsnún- inga. Á grundvelli þeirra lætur hún sig ekki muna um, að fordæma ágripið eins og það leggur sig. 5. Gagnrýni á úrvinnslu könnunar- innar. Auður ræðir í nokkrum vandlætingar- tón um, að skýrslan „byggi eingöngu á úrvinnslu þess spurningalista sem send- ur var út“. (bls. 466) Hún segir orðrétt: Töflurnar eru 104 og allar unnar á fremur einfaldan hátt: teflt er saman tveimur þáttum (breytum) og niður- staða athuguð. Oftast er um að ræða hvernig tiltekin breyta raðast á kyn og/eða aldur. (bls. 466) Við þetta verður að gera nokkra at- hugasemd. Alls eru 110 töflur í megin- texta skýrslunnar (að vísu eru aðeins 104 þeirra númeraðar), og ekki eru þær allar unnar á „einfaldan hátt: teflt saman tveimur þáttum“, eins og segir í tilvitn- uninni hér að ofan. Að teflt sé saman tveim breytum eingöngu á við 41 af þessum 110 töflum (37%). í öðrum 34 töflum (31%) er einnig teflt saman tveimur breytum, en þar fylgja strax á eftir aðrar töflur sem brjóta sömu breytu upp á annan hátt og töflurnar bornar saman í texta. Einfaldar tíðni- töflur eru 10, og töflur sem sýna einfalda Umsagnir um brekur meðaltalstíðni eru 4 (alls 14 tíðnitöflur eða 13%). Loks eru þrjár breytur eða fleiri skoðaðar saman í 21 töflu (19%). „Allar“ töflurnar sem Auður sá við lest- ur skýrslunnar reyndust þannig vera tæpur þriðjungur taflna í skýrslunni. Þessi fyrsta úrvinnsla könnunar jafn- réttisnefndar í Reykjavík er langt frá því jafn einföld og takmörkuð og Auður lætur í veðri vaka, þótt ekki sé á þessu stigi nema á einum stað farið út í „flókn- ari“ tölfræðigreiningu efnisins. Vissu- lega verðskulda þessi gögn „dýpri“ greiningu. En það getur ekki orðið til að rýra þá nauðsynlegu úrvinnslu gagnanna sem greint er frá í skýrslunni. 6. Dæmi falsad til að sýna í hve mörgu skýrslunni er ábótavant. Neðst á blaðsíðu 466 í grein sinni segir Auður að of langt mál yrði að fara „í einstaka kafla skýrslunnar, þótt full þörf væri raunar á því. Þar er að mörgu að finna og vil ég nefna eitt dæmi til að sýna fram á, að skýrslunni sé í mörgu ábóta- vant.“ Hér fyrir neðan fylgir „dæmi“ hennar: I töflu 3.4 á bls. 46 er gerður sam- anburður á niðurstöðum jafnréttis- kannana á atvinnuþátttöku kvenna í 4 bæjarfélögum 1976 og Reykjavík 1980—81. Þeir Kristinn og Þorbjörn telja Neskaupstað vera líkastan Reykjavík að félagslegri samsetningu og út frá því álykta þeir, að þar sem atvinnuþátttaka giftra kvenna í Reykjavík var 10 prósentum meiri árið 1980 heldur en meðal giftra kvenna á Neskaupstað árið 1976 hafi atvinnuþátttaka giftra kvenna aukist um 10 prósent á þessum árum. (bls. 467). Skal engan undra þótt þetta hneyksli Auði ef satt reynist. En það sem í raun 229
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.