Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 114
Tímarit Máls og menningar
Þarna eru 8 prósentustig talið lítið,
þegar um lækkun úr 77,8% í 69,7% er
að ræða. Eg held að flestir geti verið
sammála því, að ekkert sé óeðlilegt við
að ræða um mun á prósentustigum eins
og hér er gert.
Skylt er að þakka heilræði Auðar (bls.
469) um lestur rits Kohouts, sem er
ágætisbók fyrir byrjendur í tölfræði.
Hugtakið „%4“, sem Auður hefur tiltrú
á, óttast ég þó að sé jafnframandi fyrir
Kohout sem það er fyrir mig og aðra
sem ég hef spurt. Hugsanlegt er að Auð-
ur eigi hér við það sem við höfum hing-
að til komist af með að kalla einfaldlega
á íslensku hlutfallslegan mun eða pró-
sentumun. Það er kallað á ensku percen-
tage difference, en Kohout skammstafar
það til hægðarauka í „%d“. Þessi
skammstöfun kemur margsinnis fyrir í
þeim kafla bókarinnar, sem Auður taldi
sig vera að vitna til. Hún hefði átt að lesa
betur og sérstaklega hefði hún mátt hug-
leiða það, sem Kohout segir á bls. 75:
„Thus, the size of a %d must be eva-
luated in light of the characteristics of
each individual table as well as the sub-
stantive research problem involved."
(„Þannig er nauðsynlegt að meta hlut-
fallslegan mun í ljósi einkenna hverrar
einstakrar töflu og viðfangsefnis rann-
sóknarinnar.“)
Lokaorö.
Eg hef verið bæði langorður og harðorð-
ur um ritdóm Auðar Styrkársdóttur.
Tilefnið var þó ærið, að mínu mati, þar
sem skrif Auðar voru töluverð að vöxt-
um og, eins og ég hef leitast við að sýna
fram á, mjög athugaverð í mörgu tilliti.
Þótt mál sé að linni verður ekki skilist
við þetta efni án þess að víkja að því sem
hún skýtur að Jafnréttisnefnd Reykja-
víkurborgar „að hún geri upplýsing-
arnar aðgengilegar fræðafólki". Ekki er
alveg ljóst hvað Auður á við með þessu,
en ég hef verið spurður af lesanda rit-
dómsins, hvort ég hafi neitað fræði-
mönnum um aðgang að gögnum könn-
unarinnar. Að sjálfsögðu er ekki svo, og
Auður ætti að vita að hún eða aðrir, sem
kynnu að hafa áhuga á að skoða þessi
gögn frekar, þyrftu ekki annað en að
setja sig í samband við mig og ræða það.
Væru það öllu eðlilegri samskiptahættir
en ástæðulausar tilraunir til að skapa
tortryggni eins og hér koma fram.
Kristinn Karlsson,
félagsfræðingur
232