Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 14
Tímarit Mdls og menningar
stýra sérfræðingar og valdamenn hugboði almennings um merkingu og
æskileg viðhorf til þróunar þjóðfélagsmála. Hver hefur ekki heyrt verð-
hækkunum líkt við bólgu, eftirspurn eftir vinnuafli við þenslu og þjóðar-
framleiðslu við köku. Með því að tala um þjóðarkökuna, sem er til skipt-
anna og endilega þarf að stækka, er gefið í skyn að í þjóðarframleiðslu felist
eingöngu verðmæti, eitthvað eftirsóknarvert, eitthvað sem hægt sé að
skipta á milli sín og njóta. Svo er ekki. Vinna við að byggja hús og rífa
reiknast jafngildur þáttur í þjóðarframleiðslu. Þegar hagfræðingarnir reikna
út þjóðarframleiðslu og hagvöxt milli ára þá taka þeir með bæði niðurrif og
uppbyggingu, raunverulega velferðarþjónustu og kostnað við að verjast
vandræðum og áföllum.
Reyndar eru það kostnaðarliðir af ýmsu tagi sem hækka mest seinni árin,
kostnaður við heilbrigðiskerfið, dómskerfið, löggæslu, sorphreinsun og
heilbrigðiseftirlit svo dæmi séu nefnd. Kostnaður við að koma vöru á
markað og selja hana. Þar sem útgjöld við að berja í brestina í þjóðfélaginu
og kostnaður vegna harðrar samkeppni á markaði hækkar hlutfallslega
mest á seinni árum þá sýnir aukning þjóðarframleiðslu og hagvaxtar ekki
aukna verðmætasköpun. Það er ruglandi að tala í þessu sambandi um
„framlag til þjóðarbúsins“ eins og oft er gert. Sú árátta stjórnmálamanna,
hagfræðinga og ýmissa sérfræðinga, sem hafa tamið sér að tala sífellt í sömu
setningunni um þjóðarframleiðslu og verðmætasköpun er afar villandi. Það
er ekki verið að baka gómsæta köku. Ef við höldum líkingunni má segja
sem svo að þjóðarkakan lyfti sér af því að sett er meira ger í hana, hún
verður loftkenndari. Og svo sest utan á hana sífellt meiri mygla!
Hagsæld þjóða og farsæld stendur ekki í beinum tengslum við það sem
hagfræðingar, stjórnmálamenn og fjölmiðlungar kalla þjóðarframleiðslu.
Og framfarir eru ekki bundnar hagvexti. En áður en lengra er haldið skul-
um við athuga hvernig þessi hugtök eru skilgreind.
Þjóðarframleiðsla, eða öllu heldur verg þjóðarframleiðsla, er alla jafnan
skilgreind frá svokallaðri notkunarhlið, eða ráðstöfunarhlið framleiðslunn-
ar. Er þá átt við summuna af einkaneyslu, samneyslu, fjármunamyndun,
birgðabreytingum og verðmæti útflutnings mínus verðmæti innflutnings.
Þegar búið er að draga frá afskriftir höfum við svokallaða hreina þjóðar-
framleiðslu.
Þetta er dálítið erfið skilgreining er hana má einfalda nokkuð til að auð-
veldara sé að átta sig á kjarna málsins: Verg þjóðarframleiðsla, eða brúttó
þjóðarframleiðsla, er eiginlega summan af verðmæti allrar vöru og þjónustu
sem gefið er verð í hagkerfi á ákveðnum tíma. Þjóðarframleiðsla er það sem
hægt er að nota í neyslu og fjárfestingu. Samanburður á raungildi þessara
stærða milli ára lýsir svo hagvexti, aukningu hans eða rýrnun.
148