Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 15
Eru framfarir hádar hagvexti? Kostnadur vex - ekki verdmceti Við skulum nú hyggja frekar að annmörkum þjóðarframleiðslu og hag- vaxtar sem mælikvarða á raunverulegan hag þjóða. Eg var búinn að nefna að inn í dæmið kemur ekki aðeins það sem felur í sér sköpun verðmæta, sem bæta lífsskilyrði, heldur einnig eins konar herkostnaður. Fjölgun um- ferðarslysa á t.d. þátt í að auka þjóðarframleiðslu þannig að þeim fylgja auknar greiðslur fyrir bílaviðgerðir, tjónamat, lögregluskýrslur, sjúkra- húsvist og endurhæfingu svo dæmi séu nefnd um hvað ég á við með her- kostnaði. Sé fjölgað í lögregluliði, skipaðir nýir dómarar og reist ný fang- elsi vegna aukinnar fíkniefnaneyslu og glæpafaraldurs þá reiknast laun þeirra sem þar koma við sögu og útgjöld vegna fjárfestingar til þjóðar- framleiðslu - og geta þess vegna aukið hagvöxt. Sama gildir um ört vaxandi kostnað við að berjast við þá sjúkdóma sem eiga rætur í lifnaðarháttum, vinnuskilyrðum og umhverfisspjöllum í vestrænum og austrænum iðnríkj- um. Kostnaðurinn telst framlag til velferðarkerfis, en hvers konar velferð er það í raun sem verið er að tala um? Ovæginn bandarískur gagnrýnandi nútímahagfræði, Hazel Henderson, kallar kostnaðarliði af því tagi, sem ég nefndi, „social-cost components of the Gross National Product." Við gætum kannski talað um félagslega kostnaðarliði þjóðarframleiðslu. Og notkun þess hugtaks yrði óneitanlega vitrænni og viðkunnanlegri ef haft er í huga hve því fer fjarri að í þeim felist eitthvað sem menn geti notað til að gera líf sitt fyllra og fjölbreyttara. Til þess að árétta þetta ætla ég að vitna í orð Hazel Henderson í bókinni „Creating Alternative Futures - The End of Economics“ sem hljóma svo í íslenskri þýðingu: Þessir félagslegu útgjaldaliðir þjóðarframleiðslunnar eru nú einu liðir hennar sem hækka, svo við kunnum nú að vera komin inn í blindgötu sem ég hef lýst sem „Óreiðuríkinu" (The Entropy State). Vegna þess hve óviðráðanleg og samtvinnuð flækja slíkt þjóðfélag er fara félagslegir útgjaldaliðir að hækka samkvæmt lögmálum veldisvaxtar og fara fram úr raunverulegri framleiðslu. Slíkt þjóðfélag hefur í rauninni lent mjúkri lendingu í kyrrstöðu, en síhækk- andi þjóðarframleiðslan og vaxandi verðbólga dylur hrörnunareinkennin. Svo mörg voru þau orð. Og þau leiða hugann að því hvort ekki sé orðið tímabært að fara að reyna að afmarka hina félagslegu útgjaldaliði, herkostn- aðinn við velmegunarsóknina, og gera þá að frádráttarliðum í þjóðarfram- leiðsluútreikningum. Það gæti orðið til að eyða ranghugmyndum um efna- hagsmál og gera grundvöll þjóðmálaumræðunnar raunsærri. Rúmensk-ameríski hagfræðingurinn Georgescu-Roegen hefur einnig 149
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.