Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 24
Tímarit Máls og menningar
Tími til eigin nota, heilbrigði, þroskavænleg samskipti, jöfnuður og
margs konar lífsgæði af líku tagi eru óháð hagvexti. Ef að er gáð þrengir
endalaus vöxtur möguleika manna á að njóta slíkra lífsgæða vegna þess að
hann veikir grundvöll lífríkisins og eyðir auðlindum sem ekki endurnýjast.
Með því að draga úr hagvexti getum við bæði aukið lífsfyllingu, lengt þann
tíma sem tæmanlegar auðlindir endast, byggt upp endurnýjanlegar auð-
lindir eins og fiskistofna og þar með búið í haginn fyrir framtíðina. Nýtt
jafnvægi án hagvaxtar, aukin ábyrgðartilfinning og breyttar lífs- og neyslu-
venjur eru vænlegri grundvöllur raunverulegra framfara en sá sem hagvaxt-
arkapphlaup hvílir á. Og líklegri til að færa okkur sæmilega framtíð.
HEIMILDIR
sem tilvitnanir eru teknar úr, eru nefndar í textanum. Tölulegar upplýsingar eru
einkum fengnar úr þessum gögnum:
Björn Matthíasson: Efnahagslífið og við. Agrip af þjóðhagfræði og haglýsingu Is-
lands. Reykjavík, 1987.
Basic statistics of Iceland 1987, útg. utanríkisráðuneytið 1987.
Endursögn á viðhorfum Georgescu-Roegen er tekin úr bókinni „Valg af fremtid.
Samfundet til debat.“ eftir Torben Bo Jansen, Kaupmannahöfn 1983.
Uttekt á tíma sem tekur að vinna fyrir matvörum á mismunandi tímum er að finna í
fréttatímaritinu „Þjóðlíf“ 1. h. 1988 í grein eftir Adolf H. Petersen.
158