Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 28
Tímarit Máls og menningar skap Jóns Helgasonar, en það er fallvelti alls, forgengileiki og feigð. Það væri því miklu nær að nefna Jón tilvistarskáld en náttúruskáld, og einnig í kvæðum um náttúruna, eins og Aföngum, verður þetta feigðarstef ríkjandi og kveður við allt frá upphafi kvæðisins, þar sem einn hleypur og hverfur í dimmu gili, til lokaerindisins, þar sem jötunninn kallar mig og þig kulda- legri röddu og djúpri - helkuldi grafarinnar verður allt að því áþreifanlegur og hið stórbrotna landslag framar öllu einskonar umgjörð utan um dapur- leika og óhugnað íslensks mannlífs. Vitundin um fallvelti og feigð birtist raunar á enn naktari hátt og um- búðalausari í öðrum kvæðum Jóns og á beinlínis til að berja að dyrum hjá honum líkt og holdi klædd. Einna sterkust verður hún samt þar sem hún tengist sjálfu lífsstarfi Jóns, fræðagrúski hans yfir rykföllnum og gulnuðum blöðum. Að vísu gæti slíkt fræðastarf orðið til þess að glæða vitundina um það sem varanlegast er í mannlífinu, þau orð tungunnar sem mynda megin- þráð milli kynslóðanna og geyma reynslu aldanna í ljóði vígðum sjóði. En í kvæðum Jóns verður máttur eyðingarinnar öllu yfirsterkari og vinnur um síðir jafnt á letri bókfellsins sem legsteinsins, þannig að öll mannleg við- leitni verður harla haldlítil andspænis henni, eins og kemur skýrast fram í lokaorðum kvæðisins I Arnasafni: Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna, fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna, legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum. Það ætti því ekki að vera neinum undrunarefni, að Jón skuli einhvers staðar hafa lýst sig lærisvein svonefnds Predikara eða Ekklesiastes, þessa furðu- manns í hópi höfunda Gamla testamentisins sem einhvern veginn hefur fundið sér leið þangað, þótt lífsviðhorf hans beri að því er virðist meiri keim af tómhyggju tuttugustu aldar en af trúarvissu spámanna og guð- spjallamanna. Og Jón má vissulega að því leyti teljast dyggur lærisveinn Predikarans að sú viska hins síðarnefnda að allt sé eftirsókn eftir vindi, vanitas vanitatum, og sá sem auki þekkingu sína auki um leið kvöl sína, gengur eins og rauður þráður í gegnum verk hans. En svo vill þó til að þessi dapurlegi boðskapur er einmitt sá jarðvegur sem sönn trúarþörf og trúartilfinning getur sprottið upp af, og slíka tilfinningu rekumst við sann- arlega víða á hjá Jóni, einna skýrast í kvæði sem ort er árið 1974 og birtist hér í fyrsta sinn á bók: Kom milda nótt sem mýkir dagsins sár, kom morgunstund er færir ljós og yl. 162
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.