Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 34
Tímarit Mdls og menningar
Gunni vann hjá Leikvallagerð borgarinnar. Horaður myndlistar-
nemi, sem stundum teiknaði grínmyndir fyrir Logann, var verk-
stjóri í afleysingum. I sama vinnuflokki var sjálfmenntaður áhuga-
maður um fugla, gítarleikari sem farið hafði yfir um á sýru og
íþróttakennaranemi sem alltaf var að gera armbeygjur. A morgnana
fundu þeir sér góðan stað upp við grindverk, myndlistarneminn
fletti málverkabókum og Gunni las sálfræðirit á meðan hinir gengu
um með hrífur eða gerðu eitthvað annað.
Siggi greip líka tækifærið fegins hendi. Það var Flosi sem talaði
við hann. Konu hans og dóttur hafði verið boðið í ferðalag með
tengdaforeldrunum og hann átti að vera að lesa undir haustprófin í
menntaskólanum. Sá var háttur Sigga að hann frestaði alltaf vorpróf-
unum fram á haust en kom sér svo með einhverjum hætti undan
haustprófunum. Hann var búinn að vera að leita sér að ýmsum
átyllum og hér kom tækifærið fljúgandi inn um gluggann.
I Flokknum var Siggi talsmaður þess að skólanemar væru utan-
skóla. I eigin persónu hafði hann ekki mætt í kennslustund í þrjú ár.
Sumir, aðallega smáborgaralegir hentistefnumenn, sögðu að það
væri bara af því að hann nennti því ekki en það er ekki rétt. Siggi var
innritaður í þrjú verkalýðsfélög og var alltaf að semja ræður og
skrifa greinar. „Spurðu ekki hvað Flokkurinn getur gert fyrir þig,
spurðu hvað þú getur gert fyrir Flokkinn." Þannig sneri hann út úr
hinum margfrægu orðum Kennedys.
Siggi átti appelsínugula rafmagnsritvél. Hana höfðum við með
okkur austur því ætlunin var að skrifa greinar og skýra lesendum
Logans frá gangi mála. Við höfðum mælt okkur mót við Flokkshöll-
ina, vorum allir með ljósgráar hliðartöskur, fullar af fræðiritum, og
auk ritvélarinnar eina ferðatösku hver. Það var greinilegt að bílstjór-
inn hafði birgt sig upp af varadekkjum og því komust aðeins tvær
þeirra fyrir í skottinu. Við hjálpuðum honum að binda hinar við
toppgrindina.
Svo brunuðum við af stað og litlu síðar sátum við með beltin
spennt og horfðum á þegar fagurvaxin flugfreyjan sýndi hvernig
best er að bjarga lífi sínu. Eg sagði við Flosa: „Það væri nú ekki
verra ef við fengjum eina svona í leshring." Flosi hló og á meðan
flugfreyjan fór úr björgunarvestinu, ég vonaði að hún færi úr skyrt-
unni líka, spurði hann hvort ég vissi ekki að kynórar gætu verið
168