Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 68
Tímarit Máls og menningar í rúmið, þú þarfnast hvíldar skilyrðislaust. Komdu, ég hjálpa þér að afklæðast, þú munt sjá að ég get það. Eða ef þú vilt koma strax yfir í fremra herbergið, þá getur þú lagst í rúmið mitt um stund. Það væri raunar mjög skynsamlegt.“ Georg stóð þétt við hlið föður síns sem hafði látið höfuðið, með hvítum hárflókanum, síga niður á bringuna. „Georg,“ sagði faðirinn lágt, án þess að hreyfa sig. Georg kraup þegar niður við hlið föður síns, í þreyttu andliti föðurins sá hann ofvaxin sjáöldrin beinast að sér úr augnakrókun- um. „Þú átt engan vin í Pétursborg. Þú hefur ætíð verið spaugari og hefur ekki heldur getað haldið aftur af þér gagnvart mér. Hvers- vegna ættir þú svosem að eiga vin einmitt þar! Því get ég ekki trú- að.“ „Reyndu nú að muna, faðir minn,“ sagði Georg, reisti föðurinn upp úr hægindastólnum og klæddi hann úr náttsloppnum þar sem hann stóð mjög veikburða, „nú eru liðin næstum þrjú ár síðan vinur minn kom í heimsókn hingað. Eg minnist þess enn að þér féll ekki sérlega vel við hann. Að minnsta kosti tvisvar lét ég þig ekki vita af honum þótt hann hefði raunar setið í herberginu hjá mér. Eg gat alveg skilið óbeit þína á honum, vinur minn er að sumu leyti ein- kennilegur í hátt. En síðar áttir þú samt sem áður ágætar samræður við hann. Eg var stoltur yfir því að þú hlustaðir á hann, kinkaðir kolli og spurðir. Ef þú hugsar þig vel um hlýtur þú að muna eftir þessu. Hann sagði ótrúlegar sögur um rússnesku byltinguna. A við- skiptaferð í Kænugarði, mitt í uppþoti, kvaðst hann til dæmis hafa séð prest standa úti á svölum, skera breiðan blóðkross í flatan lófann sem hann svo hóf á loft og ákallaði mannfjöldann. Þú hefur sjálfur endursagt þessa sögu öðru hverju.“ Meðan þessu fór fram hafði Georg tekist að láta föðurinn setjast aftur og að færa hann varlega úr prjónabrókunum sem hann klædd- ist utanyfir línnærbuxum, og einnig úr sokkunum. Þegar hann sá nærfatnaðinn, ekki sérlega hreinan, álasaði hann sjáifum sér fyrir að hafa vanrækt föðurinn. Það hefði örugglega líka átt að vera skylda hans að hafa umsjón með nærfataskiptum föður síns. Hann hafði enn ekki rætt opinskátt við brúði sína um hvernig þau kysu að haga framtíð föðurins, því að þau höfðu gert þegjandi ráð fyrir að faðir- 202
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.