Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 79
Af þremur sagnamönnum
Músin sem læðist er fyrsta skáldsaga Guðbergs Bergssonar, og að mörgu
leyti lykill að höfundarverki hans. Sögusviðið er þorp sem er samansett á
svipaðan hátt og Grindavík þarsem Guðbergur er uppalinn. Grindavík
samanstendur af þremur þorpum eða hverfum: vestast er Staðarhverfi,
nokkurnveginn sambyggt því er Járngerðarstaðahverfi, þarsem nú er höfn-
in og aðalbyggðin. Austast, aðskilið frá og með leiti sem ber í milli, er
Þórkötlustaðakerfi. Þar er Guðbergur uppalinn. (Til gamans má benda á
hinn stórkostlega þátt „Sönn saga af sálarlífi systra", í Það rís úr djúpinu.
Þar skrifar önnur systirin saknaðarbréf til konu í heimabyggðinni við
Tanga; hún er að skrifa heimaslóðum. Og konan sem bréfin eru skrifuð til
heitir Þórkatla). Músin sem læðist gerist í hverfi sem er rétt utan við að-
albyggðina, sem er kölluð Tangi, einsog æ síðan. Við Tanga er búið að gera
höfnina meðan notast var við úrelt útræði úr fjöruborðinu í hverfinu aust-
anvið, sem hrakar jafnt og þétt. Þótt Tangasögur Guðbergs gerist á
uppgangstímum þessara sjávarþorpa, þá er allt á fallanda fæti í sögumiðju
bókanna: doði, slen, elli, hrun og dauði.
Æska andspænis dauða og hrörnun er aðalviðfangsefni Músarinnar sem
læðist. Þetta er fyrstupersónusaga drengs sem elst þarna upp í hinu upp-
dráttarsjúka úthverfi þorpsins Tanga. Drengurinn er einrænn sérvitringur,
umgengst helst ekki aðra krakka, en liggur á hleri daga og nætur og hlýðir
á tal tveggja kvenna; móður sinnar og Guðrúnar af efri hæðinni. Aðal
umræðuefni þeirra og áhugamál er heilsufar Einars nokkurs sem býr í
næsta húsi og er að veslast upp af krabbameini. Drengurinn verður gagn-
tekinn af þessu máli. Allt hans líf fer að snúast um dauða mannsins í næsta
húsi. Uppgötvun dauðans verður jafnframt nokkurskonar manndómsvígsla
drengsins, atburðir tengdir dauðastríðinu koma upp á milli hans og
mömmunnar (það er ekkert reynt að leyna því að hann er aumkunarverður
mömmudrengur). Um svipað leyti og maðurinn í næsta húsi loksins deyr
er drengurinn, sem kominn er undir fermingu, færður úr rúmi móður
sinnar, en þar hafði hann sofið fram að því.
Drengurinn er stórkostlega skemmtilegur. Hann var til dæmis óvanaleg
skáldsagnahetja fyrir það að vera hálfgerður aumingi og skíthæll; kveinkar
sér og vorkennir við minnsta tilefni, er undirförull og falskur. Hann er
alltaf hæstur í skólanum, en það er lýsandi fyrir karakterinn að á prófum
þykist hann vera að hjálpa leikbróður sínum og nágranna, Einari tossanum
yngra úr næsta húsi, og hvíslar til hans vitlausum svörum.
Þessi ágæti drengur er í dálítilli togstreitu sem endurómar í höfundar-
verki Guðbergs: afi piltsins reynir að innræta honum karlmennsku, segir
að hann eigi að fara á sjóinn og taka í nefið ef eitthvað bjátar á. Móðirin
afturámóti vill umfram allt hlífa drengnum, forða honum frá sjómennsku
213