Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 79
Af þremur sagnamönnum Músin sem læðist er fyrsta skáldsaga Guðbergs Bergssonar, og að mörgu leyti lykill að höfundarverki hans. Sögusviðið er þorp sem er samansett á svipaðan hátt og Grindavík þarsem Guðbergur er uppalinn. Grindavík samanstendur af þremur þorpum eða hverfum: vestast er Staðarhverfi, nokkurnveginn sambyggt því er Járngerðarstaðahverfi, þarsem nú er höfn- in og aðalbyggðin. Austast, aðskilið frá og með leiti sem ber í milli, er Þórkötlustaðakerfi. Þar er Guðbergur uppalinn. (Til gamans má benda á hinn stórkostlega þátt „Sönn saga af sálarlífi systra", í Það rís úr djúpinu. Þar skrifar önnur systirin saknaðarbréf til konu í heimabyggðinni við Tanga; hún er að skrifa heimaslóðum. Og konan sem bréfin eru skrifuð til heitir Þórkatla). Músin sem læðist gerist í hverfi sem er rétt utan við að- albyggðina, sem er kölluð Tangi, einsog æ síðan. Við Tanga er búið að gera höfnina meðan notast var við úrelt útræði úr fjöruborðinu í hverfinu aust- anvið, sem hrakar jafnt og þétt. Þótt Tangasögur Guðbergs gerist á uppgangstímum þessara sjávarþorpa, þá er allt á fallanda fæti í sögumiðju bókanna: doði, slen, elli, hrun og dauði. Æska andspænis dauða og hrörnun er aðalviðfangsefni Músarinnar sem læðist. Þetta er fyrstupersónusaga drengs sem elst þarna upp í hinu upp- dráttarsjúka úthverfi þorpsins Tanga. Drengurinn er einrænn sérvitringur, umgengst helst ekki aðra krakka, en liggur á hleri daga og nætur og hlýðir á tal tveggja kvenna; móður sinnar og Guðrúnar af efri hæðinni. Aðal umræðuefni þeirra og áhugamál er heilsufar Einars nokkurs sem býr í næsta húsi og er að veslast upp af krabbameini. Drengurinn verður gagn- tekinn af þessu máli. Allt hans líf fer að snúast um dauða mannsins í næsta húsi. Uppgötvun dauðans verður jafnframt nokkurskonar manndómsvígsla drengsins, atburðir tengdir dauðastríðinu koma upp á milli hans og mömmunnar (það er ekkert reynt að leyna því að hann er aumkunarverður mömmudrengur). Um svipað leyti og maðurinn í næsta húsi loksins deyr er drengurinn, sem kominn er undir fermingu, færður úr rúmi móður sinnar, en þar hafði hann sofið fram að því. Drengurinn er stórkostlega skemmtilegur. Hann var til dæmis óvanaleg skáldsagnahetja fyrir það að vera hálfgerður aumingi og skíthæll; kveinkar sér og vorkennir við minnsta tilefni, er undirförull og falskur. Hann er alltaf hæstur í skólanum, en það er lýsandi fyrir karakterinn að á prófum þykist hann vera að hjálpa leikbróður sínum og nágranna, Einari tossanum yngra úr næsta húsi, og hvíslar til hans vitlausum svörum. Þessi ágæti drengur er í dálítilli togstreitu sem endurómar í höfundar- verki Guðbergs: afi piltsins reynir að innræta honum karlmennsku, segir að hann eigi að fara á sjóinn og taka í nefið ef eitthvað bjátar á. Móðirin afturámóti vill umfram allt hlífa drengnum, forða honum frá sjómennsku 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.