Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 86
Tímarit Máls og menningar
annars rak okkur áfram í takt við klukkuna varð fjarlægur og
gleymdist.
Kannski hugsuðum við öll um litlu ellilaunin, sem gerði þennan
afgang svona dýrmætan. Kannski skynjuðum við virðinguna, sem
þessi kona bar fyrir lúnum seðlunum, mynt lýðveldisins Islands,
tákni erfiðra vinnustunda, sem lagðar höfðu verið fram til að eiga
fyrir lífsnauðsynjum. Kannski vissum við líka, að í hennar augum
voru þeir verðmæti, sem átti að spara og geyma til ráðstöfunar síðar
þegar mikið lá við, til dæmis að kosta jarðarför.
Loks lauk hún við talninguna og gekk til piltsins, smávaxin kona,
gædd virðuleik ellinnar og varnarleysi barnsins. Hún tók í hönd
hans og hann leiddi hana varfærnislega til dyra.
Eg borgaði og bar vöruna út í bílinn. Sem snöggvast leiddi ég
hugann að því að þetta farartæki mitt var keypt á verðbólguárunum
fyrir lánsfé af óljósum uppruna.
Ég ók hægt af stað, framhjá manni og konu, sem leiddust í átt til
næstu strætisvagnabiðstöðvar. Hún hélt á einhverju, svo litlu að ég
átti erfitt með að greina hvað það var. Það var afsláttarmiði í strætó.
220