Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 89
Sandurinn
Enginn er beinn nema ég. Enginn fylgir sínu striki nema ég.
Hinir eru bundnir af lokaðri boglínu jarðar. Skref mín liggja í
beina línu út yfir línu sjóndeildarhringsins, yfir sandinn. Þess vegna
finna þeir mig ekki.
I átt að því hreina, að því Eina, sem er ekki.
Þetta eru ekki mín orð.
Þetta er ekki mín tunga.
Orð mín eru djúpt undir sandinum, undir ótal lögum af vætu,
myrkri og þyngslum sem hníga niður.
Hjólfar er skýrt tákn, orð óskýrt.
Eg veit ekki
Ég
Mamma
Hinn dauði
Ég er einn hinna dauðu. Sextán fetum undir sandinum siglir skip
okkar án masturs, knúið áfram og þrýst án afláts af sjöþúsund tonn-
um af vætu og leir. Ferðin er ekki löng, takmarkið óumflýjanlegt.
Við bíðum okkar tíma. Munnurinn fullur af leir, hryggjarliðir
mjúklega umluktir í vægðarlausum blíðleika af móðurhöndum
sandsins.
Við erum niðursokknir í dans, við músík sem við heyrum ekki
nema sem daufan titring í framhandleggjum lærleggjum þykkum
strengjum brjóstkassans.
Háttbundið, hægt dreifast limir mínir æ víðar. Hrein hvelfing
höfuðkúpunnar snýst hægt, hring eftir hring um möndul sinn, gegn-
um lögin mjúku af leir, sandi, demöntum. Mjaðmagrindin er skófla
sem þrúgast áfram, æ dýpra, æ lengra niður. Gullpeningur, sem fyrir
löngu hefur borist inn um opið hlið augntóttar, liggur gljáalaus
njörvaður innan á hnakkann.
Okkur dreymir rótt um markmið ferðarinnar:
Vatnið flæðir um mig, gegnum mig, hreint, kalt vatn sem glitrar í
sólinni, þvær augntóttirnar tómar, flæðir um kinnbein kjúkur.
Freyðir í gapi kúpunnar. Skolast æ hreinni, kalkast æ óhagganlegri,
umleikinn sandi, sól, glitrandi tæru vatni.
Loks
skýrgreindur
223