Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 95
Mabur eða konaf mann sinn, en Sigvaldi hefur með brögðum náð af honum jarðarparti, einu fasteign þeirra hjóna. Þórdís snýst til varnar gegn presti en veitir miður. Þegar þarna er komið sögu lýkur sjálfu verkinu en samkvæmt endursögn ritarans af sögulokunum átti Sigvaldi eftir að úthýsa Þórdísi og Sigrúnu frá Hlíð áður en Sigrún og Þórarinn næðu saman. I sameiningu áttu Þórdís og hjónaleysin loks eftir að gjalda presti rauðan belg fyrir gráan; þeir góðu skyldu vinna sigur en skúrkurinn fá á baukinn. Undir grun Arið 1887 birtist í bandaríska tímaritinu New Englander and Yale Review grein eftir William H. Carpenter um Jón Thoroddsen og verk hans. Þar gerir Carpenter að umtalsefni hve skáldsagnaformið hafi átt erfitt uppdrátt- ar á Islandi og nefnir sagnfræðiáhuga sem hugsanlega skýringu. „Hann hefur skefjalaust dálæti á því sannsögulega," segir Carpenter um hinn dæmigerða Islending.4 Rannsóknir Islendinga á skáldsögum Jóns Thorodd- sen voru lengi í fullu samræmi við þessa staðhæfingu, þær snerust um að leita fyrirmynda að sögupersónunum.5 Hæpið er að sögur Jóns lifðu enn með þjóðinni ef ekki kæmi fleira til en sannsögulegur bakgrunnur. Sögurnar eru skáldsögur og hafa gildi sem slík- ar án skírskotana til einkalífs höfundarins. Túlkendur hafa líka hrósað Jóni fyrir lifandi þjóðlífslýsingar, fyndni og skáldlega skyggni6 og sögur hans eru líklega kunnastar fyrir einfaldar og eftirminnilegar persónur, fulltrúa ýmissa þjóðlegra einkenna. Frægust slíkra persóna er Gróa á Leiti í Pilti og stúlku en í Manni og konu má geta þeirra Bjarna á Leiti, Hjálmars tudda og Þuríðar gömlu í Hlíð. Bjarni lifir í heimi íslenskra fornsagna, Hjálmar er umskiptingur og Þuríður forspá og skyggn. Það liggur samt í augum uppi að þessar persónur geta ekki talist í hópi aðalpersóna Manns og konu. Þær gegna litlum hlutverkum og hafa takmarkaða þýðingu fyrir framvindu frá- sagnarinnar. I samanburði við þessar aukapersónur eru persónulýsingar elskendanna í Manni og konu hins vegar einkar litlausar. Þau Sigrún og Þórarinn eru of hversdagsleg, daufleg og einhliða til að vekja áhuga lesenda þótt saga þeirra kunni að gera það. Þetta er ekkert einsdæmi um ástarsögu en samkvæmt þeirri forsendu sem við gefum okkur er fráleitt að tala um þau skötuhjú sem aðalpersónur eða söguhetjur: Þau hafa lítil sem engin áhrif á fram- vindu sögunnar og ástir þeirra eru aðeins einn þeirra þátta sem átök verks- ins standa um. Við rannsókn á því hvaða persónur hafi úrslitaþýðingu fyrir framvindu sögunnar berast böndin fljótt að séra Sigvalda. Hann hlutast til um málefni elskendanna og verður vel ágengt. Á sama hátt stjórnar presturinn Sigurði 229
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.