Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 114
Tímarit Máls og menningar gegnir ef á þessum sömu kjölum getur að líta orð eins og „mannlýsingar", „list og lífsskoðun" og þvíumlíkt: þau segja kannske ekki mikið um innihaldið en gefa þeim mun meira tilefni til alls kyns dóma og ræðuhalda. A þessum síðustu og verstu tímum er því alltaf nokkur hætta á, að einhver illa innrættur maður fari að túlka þau sem stikkorð fyrir kjalfræðinga in spe. Þegar litið er á innihald þeirra þriggja binda sem nú eru komin út undir heit- inu „List og lífsskoðun" verður það kannske skýrara hvernig útgefendur hafa hugsað sér sambandið milli efnis og titils, en ekki verða rök efnisröðun- arinnar auðskildari. I þessum þremur bindum má segja, að gefin séu út verk, sem unnt er að telja til tveggja ólíkra bókmenntagreina. I fyrsta bindinu eru þannig saman komin öll þau verk Sig- urðar, sem flokkast undir „fagurbók- menntir", smásagnasafnið „Fornar ást- ir“, ljóð, leikritið „Uppstigning" og tveir sögulegir leikþættir, samdir fyrir hátíðasýningar. I hinum bindunum eru síðan fyrirlestrar, ritgerðir og blaða- greinar, sem fjalla á einhvern hátt um heimspekileg efni, og ber þar hæst fyrir- lestrana um „Einlyndi og marglyndi" og um „Líf og dauða“ og framlag Nor- dals í ritdeilu hans við Einar H. Kvaran. En þar sem þessi heimspekirit fylla ekki tvö bindi, er bætt við greinum um ýmis ólík efni, menntamál, listir og heilbrigð- ismál, svo og nokkrum endurminninga- greinum af ólíku tagi (eða greinum sem svo eru kallaðar, þótt þær séu það kannske ekki nema að takmörkuðu leyti). Þótt e.t.v. megi halda því fram, að verkin í fyrsta bindinu séu „list“ og hin sem eru í þeim síðari geymi „lífsskoð- un“ Sigurðar, eru þessi rit harla sundur- laus, og er erfitt að verjast þeirri hugs- un, að sú skipting verkanna í „efnis- flokka“, sem hér er höfð, miðist ekki síst við að hafa flokkana jafn langa, - þrjú álíka stór bindi í hvort skipti, sem líta vel út og fara fallega í bókahillu. Sé þetta markmið útgefenda, hefur þeim tekist vel að ná því, útgáfan er mjög smekkleg að útliti og gerð og laus við prentvillur og hnökra. En þegar gefið er út ritsafn manns, sem var tvímælalaust einn mesti bókmenntamaður og hugs- uður sinnar kynslóðar er ýmislegt fleira að athuga en það eitt að hafa útgáfuna sem glæsilegasta stofuprýði. Aðalmark- mið hennar hlýtur að vera að búa rit- verkin þannig í hendur lesenda, að þeir hafi sem bestar forsendur til að skilja þau, í samræmi við vilja höfundar og tilgang. Nú eru verk Sigurðar þannig úr garði gerð, að þetta er nokkuð vanda- samt, og þurfa útgefendur að taka ýms- ar fleiri ákvarðanir en þá, að raða þeim í flokka. Hér finnst mér nokkuð vanta á, að útgáfan sé nægilega vönduð, eða kannske nægilega vel hugsuð, og skulu nú nefnd þrjú dæmi, sem eru reyndar misjafnlega mikilvæg en bera þó að sama brunni. 1) Smásagnasafnið „Fornar ástir“ kom út í tveimur útgáfum, og er hin síðari að því leyti frábrugðin hinni fyrri, að þar er felld niður ein saga, „Kolu- fell“, en hins vegar er nýr eftirmáli, þar sem gerð er grein fyrir tilurð sagnanna og úrfellingin réttlætt með því, að sagan „Kolufell" hafi verið „iðnaðarvara", sem aldrei hafi átt löguneyti með hinum sögunum og bókin sé heilli án hennar. I þessari heildarútgáfu er þó sá kostur tekinn að birta smásöguna á sínum stað, þar sem hún var í fyrri útgáfunni, og 248
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.