Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 115
svo eftirmála hinnar síðari með yfirlýs- ingunni um að sagan eigi ekki heima í safninu. Nú eru höfundar engan veginn bestu dómararnir um sín eigin verk, eins og Sigurður lýsir skemmtilega í greininni „Viljinn og verkið“ (í 2. bindi þessa flokks), en hér leikur enginn vafi á því að „hæstvirtur höfundur" hafði rétt fyrir sér: „Kolufell“ er af allt öðru sauðahúsi en hinar smásögurnar og rýf- ur heildina, sem án hennar er mjög sterk. Hér er úr vöndu að ráða, þar sem heildarútgáfa verður að geyma öll verk rithöfundar, og hefði besta lausnin sennilega verið sú að virða vilja höfund- ar, birta „Fornar ástir“ eins og hann gekk endanlega frá því safni, en prenta „Kolufell“ í e.k. „viðbæti“ með skýr- ingum á stöðu þeirrar sögu. 2) Af hinni frægu ritdeilu Sigurðar Nordals við Einar H. Kvaran eru ekki prentaðar nema greinar Sigurðar, þ.e.a.s. sú grein sem kom deilunni af stað og síðan tvær svargreinar við grein- um Einars H. Kvarans (sem urðu alls þrjár). Ymsum kann vafalaust að þykja þetta eðlilegt, þar sem hér er verið að gefa út ritsafn Nordals og ekki annað, þótt útgefendur bendi réttilega á að það sé ekki með öllu sanngjarnt að lesendur fái einungis að kynnast annarri hlið rit- deilunnar. En hér er í rauninni miklu meira í húfi en það hvað er sanngjarnt og hvað ekki: þessi ritdeila er órjúfanleg heild, - eins og glöggt kom fram í bók- inni „Skiptar skoðanir“, þar sem hún var öll gefin út - þó tveir menn haldi þar á penna. Mér er það stórum til efs, að síðari greinar Sigurðar séu skiljanleg- ar fyrir þá sem hafa ekki lesið greinar Einars H. Kvarans á undan, og alla vega er hætt við að menn sjái þær ekki í réttu ljósi án þeirra: allt samspil þessara Umsagnir nm bakur pennalipru pólemista - hvernig þeim tekst að sýna sama efnið (þær lífsskoð- anir EHK sem um var deilt) í gerólíku ljósi, hvernig þeir reyna að leggja gildr- ur hvor fyrir annan, hvernig þeir leitast við að snúa vopnum andstæðingsins gegn honum sjálfum - allt þetta fer fram hjá lesendum ef þeir hafa aðeins aðra hlið deilunnar. Og þá kann að reynast erfitt að nálgast kjarna hennar. Pví er engan veginn nóg að vísa til bókarinnar „Skiptar skoðanir", eins og útgefendur gera, því hún er nú orðin fágæt og ekki í margra höndum: það hefði þurft að birta greinar Einars H. Kvarans, annað hvort sem „viðbæti" eða með smærra letri á sínum stað í ritdeilunni, og láta kannske einhverjar skýringar fylgja. 3) Það er sérstakt vandaverk að gefa út hina umfangsmiklu fyrirlestra um „Einlyndi og marglyndi", sem fluttir voru við mikla aðsókn veturinn 1918- 1919. Sigurður gekk ekki frá þessu lykil- verki í ferli sjálfs sín, þótt hann hefði um skeið í huga að gefa það út, og eru fyrirlestrarnir einungis til í handriti. En þessi texti er að sumu leyti brotakennd- ur: þótt sumir fyrirlestrarnir séu vand- lega skrifaðir og virðist fullunnir, eru aðrir stutt drög eða efnisgrind, sem höf- undur hefur stuðst við í munnlegum flutningi, minnisgreinum hefur verið bætt við, hlutum fyrirlestra breytt eða þeir umsamdir, og svo hefur Sigurður að einhverju leyti breytt áætlunum sín- um um efnisröðun fyrri hluta fyrirlestr- anna, þegar hann var kominn lengra inn í efnið, og þá jafnvel bútað í sundur hluta handritsins og raðað þeim upp á nýjan leik. I ágætri textaútgáfu, sem Þorsteinn Gylfason og Gunnar Harðar- son stóðu fyrir og út kom 1986, var sá kostur tekinn að líta á handrit Sigurðar 249
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.