Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 118
Tímarit Máls og menningar greinar sem ekki hafa verið prentaðar áður, þ.ám. hinn drepfyndni lestur um „Islenzka gáfumenn", sem ætti að hafa sem hugvekju í hverjum skóla landsins einu sinni á ári. Einar Már Jónsson HVALVEIÐAR Trausti Einarsson: Hvalveiðar við Is- land 1600-1939. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Sagnfræðistofnun Háskóla Islands (Sagnfræðirannsóknir 8. bindi), 1987. 177 blaðsíður. Bókin er til fyrirmyndar. Hvað það varðar má jafna henni við bók Þórunnar Valdimarsdóttur um landbúnað í Reykjavík um aldamótin, sem kom út fyrir rúmu ári. Báðar eru bækurnar unnar í framhaldi af kandídatsritgerðum frá Háskóla Islands og eru tvímælalaust vottur þess að ný kynslóð er að hasla sér völl innan íslenskrar sagnfræði. Jafnframt er greinilegt að þar fer fólk sem veit að ekkert er því til fyrirstöðu að stunda vandaðar rannsóknir og skrifa skemmtilega um leið, svo al- mennir lesendur hafi gagn og gaman af, ekki bara aðrir sérfræðingar. Kominn er tími til, því fátt er jafn leiðinlegt og langdregin, andlaus og gleðisnauð sagn- fræði. Trausti skrifar þægilegan stíl, fram- setning er skýr og eitt leiðir af öðru. Bókin er því læsileg og ekki spilla ljós- myndirnar fyrir. Flestar þeirra eru teknar við hvalveiðistöðvar norðmanna og eru af byggingum, vinnslu og fólki sem þar var við störf og leik, bráð- skemmtilegar og dramatískar. Uppsetn- ing bókarinnar er látlaus og lýtalaus að mestu. Þó má nefna ljótan og lélegan uppdrátt á blaðsíðu 69, þar sem heiti hvalveiðistöðva er klesst ofaní teikning- una líkt og þyrfti að spara plássið, fyrir utan það að Sólbakki í Onundarfirði er settur í Súgandafjörð og Framnes í Dýrafirði er haft í Önundarfirði. Þá vantar krónutölu í lóðréttan ás línurits á blaðsíðu 109 og eitthvað er klaufalegt við töfluviðaukann framan við niður- stöðuorð. Loks eru langar neðanmáls- greinar heldur til lýta, einkum í fyrstu köflum bókarinnar. Þar er stundum sem lærdómurinn beri höfund ofurliði og virðist hann þá ekki geta hugsað sér að sleppa hendinni af einstökum atrið- um úrþví hann einu sinni rakst á þau. En slík smáatriði breyta engu um það að rannsókn Trausta er í alla staði vönduð. Auðséð er að hann hefur víða leitað fanga, og ekki er heimalningshátt- urinn á því sem hann gerir. Vitnað er til skjala á söfnum í Baskalandi á Spáni, í Frakklandi og í Osló, Sandefjord og Tönsberg í Noregi, einnig notaðar bæk- ur og tímarit sem varla fást annars stað- ar en á helstu bókasöfnum heims, til að mynda á Landsbókasafninu í París. Þá hefur Trausti leitað vandlega fanga á skjalasöfnum hérlendis. Heimildaskrá er líka í samræmi við fyrirhöfnina, voldug og löng, innlend og erlend skjöl, aragrúi tímarita og ógurlegur fjöldi bóka, auk viðtala við fólk sem man eða veit eitthvað um viðfangsefnið, hval- veiðar við ísland. I inngangi lýsir Trausti efnistökum á þá leið að ætlunin sé að rekja helstu þætti þess hvernig hvalur hefur fléttast „inn í þjóðlíf Islendinga allt frá því land var hér numið af norrænum mönnum“. Fyrst sé greint frá því „hvernig hval- 252
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.