Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 121
minnst á afskipti og áhuga danakon-
ungs, rétt aðeins í sambandi við spán-
verjavígin á Vestfjörðum árið 1615, og
miklu meira mætti moða úr ritgerðum
Jóns lærða, Jóns Eiríkssonar og fleiri
um hvali og hvalveiðar. Allt þetta efni
er Trausta kunnugt, því hann nefnir það
í neðanmálsgreinum, en notkun þess er
dálítið tilviljanakennd og farið er full
hratt yfir sögu. Eins er varið umfjöllun
Trausta um áhrif verksmiðjanna á ná-
grenni sitt, til dæmis hvað áhrærir
fólksfjölgun. Tafla B á blaðsíðu 75 sýnir
fólksfjölda í heilum hreppum, og þess
Umsagnir um bxkur
er getið að fjarðarbyggðir hljóti að hafa
„fengið aukið aðdráttarafl vegna hval-
veiðanna", en þarna hefði Trausti átt að
leggja það á sig að athuga þéttbýlisstað-
ina hvern fyrir sig, og hann hefði þá
jafnframt þurft að meta aðra þætti sem
kunna að hafa haft áhrif á byggðina.
Svona nokkuð er aðfinnsluvert, en lík-
lega saklaust í þetta stuttri bók. Vafalít-
ið mætti síðan tína til fleiri atriði af
þessu tagi og nöldra dálítið um þau, en
það myndi engu breyta um skýlaus
gæði bókarinnar og þá menntun sem
hún veitir.
255