Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 16
bandarískum sjónarhóli og brezka gervi-
hnattasjónvarpið Sky segir frá sömu
atburðum fyrst og fremst frá brezku sjónar-
homi. Þetta sjónarhorn er mjög þröngt hjá
báðum stöðvunum.
Þetta held ég að sé laukrétt en eins og síðar
verður að vikið er hér ekki aðeins um
þröngt sjónarhorn að ræða heldur er það
einnig merkt menningu sem Islendingar
verða að taka afstöðu til áður en þeir gera
hana að sinni.
Nú þarf náttúrlega engum að koma á
óvart þótt uppi séu hafðar röksemdir um
„frelsi" og frjálshyggjuhugmyndir okkar
tíma falli saman við kröfur fréttafíkla um
að fá stríð í beinni útsendingu. En frjáls-
hyggjumenn hljóta, ef þeir eru sjálfum sér
samkvæmir, að leggjast gegn því að nokkr-
um sé fengið vald til þess að meta hvað sé
þörf eða nauðsynleg frétt. Þar eiga notendur
vitanlega einir að vera dómarar. Og þá
verða frjálshyggjumenn líka að vera sér
samkvæmir í því að frelsi í þessu efni geti
ekki verið fólgið í því að fá beinan aðgang
að ritskoðuðum fréttum úr einni átt. Það er
einmitt andstæða frelsis.
Rök tungunnar
í blaðaskrifum um erlenda sjónvarpið síð-
ustu daga hefur alloft mátt sjá kunnuglega
röksemdafærslu fyrir þá sem fylgdust með
deilum um Keflavíkursjónvarpið áður en
það var gert afturreka. Menn óttast þá
gjama um örlög íslenskrar tungu. Undir
fyrirsögninni „Sjálfstæðisbarátta“ skrifar
ljósvakarýnir Morgunblaðsins, Olafur M.
Jóhannesson, t.d. hinn 16. janúar í tilefni af
lögbroti Stöðvar 2:
(...) hér er stigið skref gegn íslenskum
lögum sem er upphafið að þúsund mílna
ferð ef ekkert verður að gert. Annaðhvort
stöndum við vörð um menningu okkar og
tungu á öllum vígstöðvum eða við hættum
smám saman að vera þjóð og hverfum í hóp
sirkusapanna.
í sjálfu sér er gleðilegt að lesa þessi skrif í
Morgunblaðinu, ekki síst þegar þau fá
stuðning í leiðara daginn eftir meðal annars
með þessum orðum:
Þau erlendu menningaráhrif, sem streymt
hafa inn í samfélag okkar um nokkurt árabil
hafa þegar haft merkjanleg áhrif á íslenzka
tungu og eiga eftir að hafa meiri áhrif á
lífsviðhorf þjóðarinnar. Þessi áhrif koma
fyrst og fremst frá enskumælandi þjóðum
enda verða áhrif enskrar og amerískrar
tungu á orðaröð og setningaskipan í ís-
lenzku máli stöðugt meiri. Hömlulausar
gervihnattasendingar enskra og amerískra
sjónvarpsstöðva inn á hvert heimili í land-
inu munu magna þessi áhrif mjög. Fari svo
fram sem horfir er mikil hætta á því, að
landsmenn tali jafn bjagaða íslenzku, þegar
fram í sækir og sagt er, að sumir lands-
manna hafi gert á niðurlægingarárum
danska tímabilsins.
Þessi sívaxandi gagnrýni Morgunblaðsins á
einstefnu hinna engilsaxnesku menningar-
áhrifa er eitt af ljósustu dæmunum um þá
hugarfarsbyltingu sem orðið hefur í vest-
rænum heimi á síðustu misserum og er gott
eitt um hana að segja.
Nú er það svo að mál- og stílbreytingar
eru víst ævinlega að gerast og fara einatt
svo hægt að erfitt er að fullyrða um stefnu
þeirra, hvað þá hraða. Þess vegna er líklega
varlegast að fullyrða sem allra minnst um
áhrif enskrar tungu á íslenskt nútímamál,
6
TMM 1991:1