Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 31
Matthías Viðar Sæmundsson Dimmir draumar Frá gotneskum hryllingi til líffræðilegrar martraðar Hér er fjallað um grundvöll hryllingskvikmynda í menningu samtímans. Sá hryllingur hefur verið áleitinn undanfarna áratugi sem tengist óskiljanlegu og hamslausu ofbeldi. Fórnarlömbum ofbeldis er breytt í hold og þau þar með rænd merkingu sinni, enda tengist hryllingur einmitt óskiljanleika. Hryllingsmyndir neyða menn til að horfast í augu við að tilvist þeirra og merkingarheimur getur brotnað saman þegar minnst varir. Meinloka sýkópatans: Frá Jack the Ripper til Normans Bates — morðinginn í hvers manns brjósti í hryllingskvikmyndum nútímans deyr enginn með lokuð augu nema bundið sé fyrir þau. í hryllingskvikmyndum sjá menn, öskra og deyja nema þeir komist undan hryllingnum til að sjá heiminn nýrri sjón. Ahrifamesta myndin er augað: ótta- slegið, geðveikislegt, brostið. Hlæjandi auga breytist í skelfingu lostið auga — ólýsanleg angist flæðir um sjáaldrið sem vflckar uns augað allt er orðið að myrkri. Og þú samsamast þessu auga, þitt auga verður að auga tjaldsins, og þú horfir með því á eitthvað sem er svo ótrúlegt að það getur ekki verið satt, eitthvað sem ekki passar við vitneskju þína um heiminn. Þetta eitthvað er oftar en ekki mannvera sem sneydd er manrflegri dýpt. Þú skynjar fáránlega nálægð sem ekki er hægt að skýra. Hún er þama með hnífinn reiddan, og þú finnur vopnið smjúga inn í líkama þinn og sundra honum. Samt er eins og hún sé ekki þama. Hún er hvorki manneskja né hlutur heldur eitthvað sem sameinar hvort tveggja. Hún er það sem ómögulegt er að hugsa sér — manneskja í tvívídd, svart hol í veruleikanum. Og hún kallast ýmsum nöfnum: Jack the Ripper, Norman Bates, Ted Bundy. Hún er uppistaða í sögu sem sögð er þúsund sinnum dag hvem nú á tímum; sögu sem margir telja að hafí byrjað fyrir rúmum eitt hundrað árum — haustið 1888. Sögnin um Jack the Ripper byggist á röð undarlegra og grimmilegra morða, ráðvillt- um stjómvöldum, múgskelfíngu og ósýni- legum glæpamanni. Öll fléttast þessi atriði saman í hrollvekjumynstri sem margfaldast hefur á þessari öld, einkum í kvikmyndum. TMM 1991:1 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.